Varnarmaður Kansas City Chiefs Nick Allegretti hvíldist kannski ekki mikið fyrir Ofurskálarleikinn á sunnudag. Nóttina fyrir leikinn fór eiginkona hans Christina af stað og fæddi honum tvíbura.
Klukkan hálf fjögur um nóttina fyrir leikinn var Allegretti vakandi í myndsímtali við eiginkonu sína sem fæddi honum dætur með hálftíma millibili.
„Þetta er besti dagur lífs míns sama hvað. Klukkan 3.30 og 4.00, þá varð ég faðir. Faðir tveggja stúlkna. Það er ótrúlegt. Og núna á ég hring fyrir þær báðar. Ég trúi þessu varla,“ sagði Allegretti í viðtali við Chief’s Digest. Þetta var í annað sinn sem Allegretti vinnur Ofurskál NFL-deildarinnar og því á hann nú tvo sigurhringi.