Að kveikja áhuga barna á lestri

Lestur er alltaf bestur.
Lestur er alltaf bestur. mbl.is/Styrmir Kári

Rann­sókn­ir Her­mund­ar Sig­munds­son­ar pró­fess­ors sýna sterkt sam­band miklli ástríðu og flæðis, og milli þraut­seigju og flæðis, og þessa þætti vill hann efla og nýta til að ná meiri ár­angri í lestr­ar­kennslu hér á landi. Í þess­ari grein fjall­ar Her­mund­ur um hvernig þess­ir þætt­ir sam­tvinn­ast.

Í þess­um pistli mun ég fjalla um tvö mód­el sem tengj­ast ár­angri og áhuga­hvöt.

Mynd 1: Árang­ur og áhuga­hvöt

Ef við skoðum mynd 1 þá sjá­um við ör sem stefn­ir á ár­ang­ur. Árang­ur get­ur verið alla vega. En í okk­ar til­felli vilj­um við bæta lesskiln­ing. Þar eru tveir lyk­ilþætt­ir. Fyrsti þátt­ur­inn er að ná að brjóta lestr­arkóðann, eða ná um­skrán­ingu, sem er að kunna bók­staf­ina og þeirra hljóð. Við köll­um það bók­stafs­hljóðak­unn­áttu.

Okk­ar rann­sókn­ir sýna að barn þarf að kunna 19 bók­stafi og þeirra hljóð til að ná læsi eða geta lesið orð eins og ÍS, HÚS, EPLI, MAT­UR, HUND­UR. Sú rann­sókn var gerð á norsk­um börn­um. Í Nor­egi eru 29 bók­staf­ir í staf­róf­inu, en á Íslandi erum við með fleiri eða 35. Miðað við norsku rann­sókn­ina erum við að tala um 23 bók­stafi og þeirra hljóð í ís­lenska staf­róf­inu til að brjóta lestr­arkóðann.

Ann­ar þátt­ur­inn er málskiln­ing­ur. Það að skilja tungu­málið, orð og hug­tök eða að efla/​auka orðaforða. Það er verk­efni sem er sér­lega mik­il­vægt á fyrstu ár­un­um, í gegn­um all­an grunn­skól­ann og allt lífið. Hvað þarf til að efla þessa þætti. Jú, þjálf­un, mikla þjálf­un. Hvernig sköp­um við og efl­um áhuga/​áhuga­hvöt til að tak­ast á við slíka þjálf­un.

Ástríða, þraut­seigja og grósku­hug­ar­far

Þá kom­um við að öðrum þátt­um í okk­ar mód­eli: Ástríðu, þraut­seigju og grósku­hug­ar­fari.

Ástríða: Ástríða stjórn­ar stefnu örv­ar­inn­ar, í okk­ar huga er það læsi að efla lest­ur og lesskiln­ing. Þá þurf­um við að skapa áhuga. Áhugi skap­ast með því að tak­ast á við verk­efni sem okk­ur finnst vera áhuga­verð, skemmti­leg og spenn­andi. Að finna ástríðuna og þróa hana er mik­il­væg­ur lyk­ill. Þar má segja að fá að velja bæk­ur, texta, sé mjög mik­il­vægt. Í okk­ar verk­efni, Kveikj­um neist­ann, er mik­il­vægt að barnið fái frá fyrsta degi í skól­an­um að velja bók sem það vill lesa. Kenn­ar­ar hafa þá flokkað bæk­ur eft­ir erfiðleika­stigi og þeir vita hvaða stig hvert barn get­ur valið frá. Hvernig vita kenn­ar­ar það? Jú, með því að hafa fram­kvæmt ein­falt stöðumat með bók­stafs­hljóðapróf­inu.

Þraut­seigja: Ef við skoðum aft­ur mynd­ina þá sjá­um við þraut­seigju. Þraut­seigja er stærð og styrk­ur örv­ar­inn­ar. Það er að segja ork­an sem við leys­um úr læðingi. Við finn­um mjög hátt sam­band milli ástríðu og þraut­seigju í okk­ar rann­sókn­um. Sterk­ur áhugi býr til mikla orku og vilja til að tak­ast á við verk­efni sem okk­ur finnst spenn­andi.

Grósku­hug­ar­far: Grósku­hug­ar­far er und­ir­liggj­andi þátt­ur sem er lyk­ill að því að ná ár­angri. Það að trúa á vöxt, það að get­um bætt okk­ur, á að vera alltumlykj­andi í kring­um börn og ung­linga. Við sem for­eldr­ar og kenn­ar­ar gegn­um lyk­il­hlut­verki í að byggja upp um­hverfi grósku. Þar sem stik­korðið er „ekki enn“. Ef barnið, sem vill öðlast góðan lesskiln­ing en er ekki al­veg þar ennþá er spurt hvort það sé með góðan lesskiln­ing þá á það að svara „ekki enn“. Þá ligg­ur trú­in á vöxt hjá barn­inu og það er mjög mik­il­vægt.

Mynd 2: Áskor­an­ir miðað við færni Ég get!

Ef við skoðum mynd 2 þá bygg­ist hún á rann­sókn­um hins frá­bæra vís­inda­manns Csikszent­mi­halyi um „flæði“. Þar sjá­um við að y-ás­inn stend­ur fyr­ir áskor­an­ir og x-ás­inn fyr­ir færni. Þegar jafn­vægi er þar á milli kemst barnið i flæði. Í flæði upp­lif­ir ein­stak­ling­ur að hafa vald á því sem hann er að gera og til­finn­ing­una „Ég get“. Al­gjör lyk­ill er að barnið fái rétt­ar áskor­an­ir miðað við færni.

Hermundur Sigmundsson prófessor við Háskóla Íslands og Norska tækni- og …
Her­mund­ur Sig­munds­son pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ef áskor­an­ir eru í sam­svari við ástríðu eða áhuga barns­ins er von á góðum ár­angri. Í gegn­um ástríðuna styrk­ist sam­spil við þraut­seigj­una. Þegar barnið er á rauðu svæði eru áskor­an­ir ekki stór­ar en passa við færni barns­ins. Við höf­um sagt að þá sé barnið að leggja grunn­inn að því að brjóta lestr­arkóðann.

Á gulu svæði hef­ur barnið brotið lestr­arkóðann og fær þá meiri áskor­an­ir, get­ur byrjað að lesa bæk­ur sem passa fyr­ir færni þess. Teiknað mynd og skrifað texta um mynd­ina. Á grænu svæði hef­ur barnið náð læsi og get­ur þá tek­ist á við stærri áskor­an­ir. Lyk­ill­inn er að skapa/​styrkja áhuga­hvöt gegn­um áskor­an­ir miðað við færni og að barnið fái að tak­ast á við áhuga­verð verk­efni.

Hvort sem það er lest­ur bóka, vinna með orð og hug­tök, skap­andi skrif eða fram­sögn sem teng­ist áhuga­sviði. Okk­ar rann­sókn­ir sýna sterkt sam­band milli ástríðu og flæðis og milli þraut­seigju og flæðis. Það er að segja að vinna með áhuga­verð verk­efni skap­ar flæði og að vera í flæði skap­ar aukna ástríðu. Sama má segja um þraut­seigju og flæði. Þraut­seigja skap­ar flæði og að vera í flæði skap­ar aukna þraut­seigju.

Í Kveikj­um neist­ann-verk­efn­inu í Vest­manna­eyj­um vor­um við svo hepp­in að fá Kára Bjarna­son og hans starfs­fólks á Bóka­safni Vest­manna­eyja til sam­starfs. Þau hafa merkt yfir 5.000 bæk­ur fyr­ir börn og ung­linga eft­ir erfiðleika­stigi sem er al­veg ómet­an­legt til að börn geti valið bæk­ur með rétt erfiðleika­stig og þannig fengið áskor­an­ir miðað við færni.

Csikszent­mi­halyi tal­ar um hug­takið „autotelic“ sem er hægt að þýða sem auto = sjálf og telic = mark­mið. Hann seg­ir að það að fá að velja sjálf­ur sín mark­mið eða að velja viðfangs­efni sé gíf­ur­lega mik­il­vægt til að byggja upp áhuga­hvöt.

Það má því segja að það að ná að skapa sterk­an áhuga og styrkja áhuga­hvöt sé háð því að börn upp­lifi að þau nái valdi á verk­efn­um sín­um eða til­finn­ing­una „Ég get!“ og fái að vinna með verk­efni sem kveik­ir neista hjá þeim.

Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda