402 börn fæðst í Síðumúla

Arney Þórarinsdóttir er ljósmóðir og annar eigandi Bjarkarinnar. Á myndinni …
Arney Þórarinsdóttir er ljósmóðir og annar eigandi Bjarkarinnar. Á myndinni sést hvernig ljósmóðir Bjarkarinnar aðstoðar konu í gegnum hríðaverki. Samsett mynd

Á und­an­förn­um árum hafa vin­sæld­ir fæðinga utan spít­ala auk­ist mikið. Það sést best á töl­um frá Björk­inni, sem ljós­mæðurn­ar Arney Þór­ar­ins­dótt­ir og Hrafn­hild­ur Hall­dórs­dótt­ir reka, en frá því fæðing­ar­stof­an í Síðumúla opnaði árið 2017 hafa þar fæðst 402 börn. 

Björk­in var stofnuð árið 2009 af níu metnaðar­gjörn­um ljós­mæðrum en þær Arney og Hrafn­hild­ur reka hana í dag. Þær út­skrifuðust úr ljós­mæðra­námi skömmu eft­ir banka­hrunið 2008 og því lítið um ráðning­ar í heil­brigðis­geir­an­um á þeim tíma. Þess­ar kláru og metnaðarfullu konu sátu ekki auðum hönd­um þrátt fyr­ir erfiða tíma, þær þróuðu nám­skeið tengd meðgöngu og fæðingu, sinntu heima­fæðing­um og stofnuðu Björk­ina í fram­haldi af því.

Blaðamaður ræddi við Arn­eyju og fékk að heyra aðeins um starf­semi Bjark­ar­inn­ar, aukn­ar vin­sæld­ir heima­fæðinga og lífið sem ljós­móðir. 

Hér má sjá hvernig aðstandandi heldur þétt og örugglega utan …
Hér má sjá hvernig aðstand­andi held­ur þétt og ör­ugg­lega utan konu í fæðingu.

Fæðing­ar­heim­ili alltaf á plan­inu

Síðan starf­sem­in hófst hef­ur þjón­usta Bjark­ar­inn­ar vaxið ásamt skjól­stæðinga­hópn­um enda er eft­ir­spurn­in mik­il. Björk­in er val­kost­ur margra verðandi mæðra, hvort sem þær kjósa að fæða heima eða í einni af tveim­ur fæðing­ar­stof­um þeirra í Síðumúl­an­um.

„Við byrjuðum á að vera með fæðing­ar­und­ir­bún­ings­nám­skeið árið 2009. Síðan tók­um við á móti fyrsta barn­inu í heima­fæðingu um það bil einu ári síðar eða í apríl 2010,“ seg­ir Arney

„Það var samt alltaf á plan­inu hjá okk­ur að stofna fæðing­ar­heim­ili þar sem slíkt hef­ur ekki verið til á Íslandi síðan fæðing­ar­heim­il­inu við Ei­ríks­götu var lokað árið 1996. Við fór­um al­veg á fullt í að koma þessu upp árið 2015 og það tók okk­ur tvö ár að koma því á fót. Í maí árið 2017 fæðist fyrsta barnið í Síðumúl­an­um og eru þau orðin 402.“

Ljósmóðir Bjarkarinnar með eitt af þeim fjölmörgu börnum sem þær …
Ljós­móðir Bjark­ar­inn­ar með eitt af þeim fjöl­mörgu börn­um sem þær hafa aðstoðað í heim­inn.

Hlý hefð 

Fyr­ir mörg­um eru kerti mjög tákn­ræn og geta þau staðið fyr­ir ör­yggi, hlýju, von og nýtt upp­haf. Ljós­mæður Bjark­ar­inn­ar eru bún­ar að koma sér upp mjög fal­legri og hlýrri hefði í Síðumúl­an­um sem marg­ir vita ef til vill ekki af.

„Það eru ef­laust marg­ir sem vita ekki að það eru börn að fæðast mjög reglu­lega hjá okk­ur í Síðumúl­an­um. Þegar það er fæðing hjá okk­ur þá setj­um við kertalukt fyr­ir utan dyrn­ar hjá okk­ur og hún tákn­ar að þá er fæðing í gangi eða ný­fætt barn fyr­ir inn­an. Það er merki um að það sé eitt­hvað í gangi í hús­inu.“

Fæðing­um utan spít­ala fjölgað mikið

Frá stofn­un Bjark­ar­inn­ar hef­ur ým­is­legt breyst þegar kem­ur að fæðing­um en það sem Arney hef­ur helst tekið eft­ir er það að heima­fæðing­um fjölgaði í kjöl­far kór­ónu­veirunn­ar

„Heima­fæðing­um fjölgaði í kring­um 2010, 2011, 2012 en svo varð mik­il aukn­ing í kring­um 2020 eða þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geisaði og sú aukn­ing hef­ur haldið sér,“ sam­kvæmt Arn­eyju. 

Huggulegt andrúmsloft í kjölfar fæðingar í Björkinni.
Huggu­legt and­rúms­loft í kjöl­far fæðing­ar í Björk­inni.

„Við í Björk­inni erum að sinna hátt í helm­ingi af öll­um heima­fæðing­um svona sam­hliða fæðing­ar­heim­il­inu. Þannig að það sem hef­ur gerst við opn­un fæðing­ar­heim­il­is­ins er það að fæðing­um utan spít­ala, sem eru þá heima­fæðing­ar og á fæðing­ar­heim­il­um eru komn­ar yfir 5% og er það bara frek­ar mikið ef við horf­um á önn­ur Norður­lönd.“

Ein af fæðingarstofum Bjarkarinnar.
Ein af fæðing­ar­stof­um Bjark­ar­inn­ar.

„Það er heim­il­is­brag­ur yfir öllu“

Það eru heilmarg­ir kost­ir við heima­fæðingu og fæðingu á fæðing­ar­heim­ili og kjósa því marg­ir að fæða í um­hverfi sem er þeim kunn og ró­andi. Slík­ar fæðing­ar gefa einnig fæðandi kon­um meiri stjórn á eig­in fæðing­ar­upp­lif­un og leiða einnig til færri inn­gripa. Það er þó ekki val­kost­ur fyr­ir all­ar ófrísk­ar kon­ur. 

„Við erum bara að sinna hraust­ur kon­um, í eðli­legri meðgöngu þar sem eng­ir áhættuþætt­ir eru til staðar. En það sem heill­ar flesta við að fæða heima eða á fæðing­ar­heim­il­um er um­hverfið. Heima ertu bara í þínu um­hverfi, þar sem þér líður yf­ir­leitt best og á fæðing­ar­heim­il­inu eru kon­urn­ar bún­ar að vera að koma til okk­ar reglu­lega í mæðraskoðanir og bún­ar að kynn­ast um­hverf­inu og okk­ur og geta því leyft sér að láta eins og heima hjá sér,“ seg­ir Arney.

„Við leggj­um mikla áherslu á að um­hverfið hjá okk­ur sé hlý­legt og nota­legt, þannig að verðandi for­eldr­um líði vel hjá okk­ur. Það er heim­il­is­brag­ur yfir öllu. Við erum sjö ljós­mæður og flest­ar okk­ar hafa verið að í mörg ár og því kom­in gríðarleg reynsla í að sinna fæðing­um utan spít­ala. Hjá Björk­inni er það þessi sam­fellda þjón­usta sem er í boði, hvort sem er á fæðing­ar­heim­il­inu eða í heima­fæðingu. Þú kynn­ist ljós­móðir eða ljós­mæðrum sem koma til með að vera með í fæðing­unni, þú kynn­ist þeim á meðgöng­unni, þær eru svo með í fæðing­unni og svo eft­ir fæðingu.“

Fæðandi kona fær hjálplegan stuðning frá maka sínum.
Fæðandi kona fær hjálp­leg­an stuðning frá maka sín­um.

Góður stuðning­ur er nauðsyn­leg­ur

Arney seg­ist ekki hafa orðið vör við nýj­ar áhersl­ur eða strauma þegar kem­ur að meðgöngu eða fæðingu en að það sé alltaf ómiss­andi að hafa sterk­an liðsfé­laga sér við hlið í fæðing­unni.

„Góður stuðning­ur, hvort sem það er maki eða ann­ar, syst­ir, móðir. Bara ein­hver sem kon­an þekk­ir vel og treyst­ir. Það skipt­ir mestu máli.“

Hún tek­ur einnig fram að það skipti miklu máli að leyfa fæðing­unni að hafa sinn gang, „kon­ur eru bara orðnar meðvitaðar um að það sé ekki verið að grípa inn í og gera ein­hverja hluti að óþörfu. Áhersl­an er bara alltaf sú sama, passa að móður og barni líði vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda