Emil skákar Viktori

Nafnið Emil naut mikilla vinsælda á síðasta ári, líkt og …
Nafnið Emil naut mikilla vinsælda á síðasta ári, líkt og leikritið um Emil í Kattholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Emil var vin­sæl­asta fyrsta eig­in­nafn meðal ný­fæddra drengja á síðasta ári en 42 drengj­um var gefið nafnið. Næst vin­sæl­ustu nöfn­in voru Vikt­or og Aron. Embla var vin­sæl­asta fyrsta eig­in­nafn meðal ný­fæddra stúlkna, en 30 stúlk­um var gefið nafnið. Þar á eft­ir voru nöfn­in Aþena og Emma. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Þjóðskrár.

Ef horft er á sam­an­b­urð milli ára má sjá að drengj­a­nafnið Emil tek­ur fyrsta sætið af Aron. Vikt­or tek­ur stökk frá þrítug­asta sæti í annað sæti og Birn­ir hækk­ar veru­lega.

Hvað stúlk­urn­ar varðar má sjá að Embla held­ur fyrsta sæt­inu, í öðru sæti er Aþena sem hækk­ar um nokk­ur sæti og í því þriðja er Emma. Nafnið Lilja tek­ur há­stökk á milli ára, fer úr 68. sæti í það fjórða.

10 vin­sæl­ustu barna­nöfn­in 2022:

  1. Emil - 42
  2. Vikt­or - 38
  3. Embla - 30
  4. Aron - 28
  5. Birn­ir - 28
  6. Jök­ull - 26
  7. Aþena - 26
  8. Al­ex­and­er - 25
  9. Erik - 23
  10. Emma - 23

10 vin­sæl­ustu nöfn drengja 2022

  1. Emil
  2. Vikt­or
  3. Aron
  4. Birn­ir
  5. Jök­ull
  6. Al­ex­and­er
  7. Erik
  8. Matth­ías
  9. Jón
  10. Kári

10 vin­sæl­ustu nöfn stúlkna 2022

  1. Embla
  2. Aþena
  3. Emma
  4. Lilja
  5. Matt­hild­ur
  6. Sara
  7. Em­il­ía
  8. Anna
  9. Katla
  10. Ylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda