Hjólar í stjúpmömmu barnanna sinna

Shanna Moakler gagnrýndi Kourtney Kardashian harðlega í nýlegum hlaðvarpsþætti.
Shanna Moakler gagnrýndi Kourtney Kardashian harðlega í nýlegum hlaðvarpsþætti. Samsett mynd

Shanna Moakler, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Travis Barker, fór ekki fögrum orðum um nýju stjúpmóður barnanna sinna, raunveruleikastjörnuna Kourtney Kardashian. 

Barker og Kardashian eyða miklum tíma saman með börnunum sínum, bæði á samfélagsmiðlum og í raunveruleikaþættinum The Kardashians

Moakler og Barker eiga saman tvö börn, Landon sem er 19 ára og Alabama sem er 17 ára. Þau voru gift á árunum 2004 til 2008. Kardashian á þrjú börn með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick, þau Mason sem er 13 ára, Penelope sem er 10 ára og Reign sem er 8 ára. 

„Hún deilir fleiri myndum af börnunum mínum en hennar eigin börnum,“ sagði Moakler.

„Mér finnst þetta allt mjög skrítið“

Fram kemur á vef Page Six að Moakler hafi ekki einungis gagnrýnt samband Kardashian við stjúpbörn sín heldur einnig hjólað í samband hennar við Barker. í hlaðvarpsþættinum Miss Understood With Rachel Unchitel kallaði Moakler rómantík þeirra „algjörlega ógeðslega.“

„Mér finnst þetta allt saman svo skrítið. Ég hef í rauninni ekkert jákvætt um það að segja. Það er ekki vegna þess að ég er bitur og ég er klárlega ekki afbrýðissöm. Ég óska þeim ekkert nema alls hins besta, og svo lengi sem þau eru góð við börnin mín,“ sagði Moakler.

„Ég þekki Travis Barker ekki einu sinni lengur. Við erum bara með 17 ára dóttur okkar, sem verður 18 ára á þessu ári, og þá er okkar vinnu lokið og við þurfum aldrei að hittast eða tala saman aftur. Og ég hlakka til þess dags,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda