Er bannað að drekka á meðgöngu?

Má fá sér óáfengan bjór á meðgöngu?
Má fá sér óáfengan bjór á meðgöngu? Samsett mynd

Margir elska án efa bragðið af ísköldum bjór. Eins og flestir vonandi vita þá er áfengi eitt það fyrsta sem þarf að frysta á meðgöngu enda er áfengi afar óhollt fyrir vaxandi fóstur. Ófrískir bjóráhugamenn skipta þó stundum yfir í óáfengar útgáfur, hefðbundnir bjórar þar sem búið er að fjarlægja áfengið. Er það samt endilega betra? Samkvæmt Dr. Marra Francis, kvensjúkdómalækni og fyrrum yfirmanni fæðingardeildar Memorial Hermann-sjúkrahússins í San Antonio, þá er það ekki svo.

Flestir óáfengir bjórar innihalda allt að 0,5% alkóhól miðað við rúmmál og samkvæmt American College of Obstretrics and Gynecology (ACOG) þá er ekkert magn af áfengi á meðgöngu talið öruggt, þar sem það tengist hegðunar- og námsörðugleikum, fæðingargöllum, áfengisheilkenni (FASD) og öðrum áhættum.

Hér eru örfáar staðreyndir er snúa að því að drekka óáfengan bjór á meðgöngu.

Inniheldur óáfengur bjór áfengi?

Óáfengur bjór bragðast nokkuð svipað og hinir hefðbundnu, sem gerir hann að góðum valkost fyrir þá sem kjósa að halda sig frá áfengi. Flestir slíkir segjast innihalda 0% alkóhólmagn en samkvæmt Lyfja- og matvælaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) getur “óáfengur” bjór löglega innihaldið allt að 0,5% áfengi.

Þó að 0,5% áfengi miðað við rúmmál virðist vera ómarktækt magn er því miður ekki alltaf hægt að treysta merkimiðanum og eru því ágætar líkur á því að það sé í raun meira áfengi í bjórnum en auglýst er.

Er í lagi að innbyrða óáfengan bjór á meðgöngu?

Aðeins þú og þinn læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður geta ákveðið hvort það sé óhætt fyrir þig að drekka óáfengan bjór á meðgöngu. Þegar kemur að heilsu ófædds barns þín viltu þó setja öryggið á oddinn. Ef þig þyrstir í eða vilt skála gæti verið sniðugt að sötra “mocktail” eða finna óáfenga bjóra sem eru merktir 0,0% alkóhólmagn, þá samkvæmt lögum mega þeir ekki innihald rekjanlegt áfengi.

Parents

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda