Íslandsmet í þríburafæðingum var sett í apríl þegar þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Fjölskyldurnar þrjár hlutu fyrstar vöggugjöf Lyfju í ár, en úthlutun hennar hófst í gær. Vöggugjöfin, sem nú er veitt þriðja árið í röð, býðst öllum verðandi og nýbökuðum foreldrum.
Í fréttatilkynningu frá Lyfju segir að vöggugjöfin sé ókeypis glaðningur sem ætlaður er verðandi foreldrum og börnum að þriggja mánaða aldri. Fram kemur í tilkynningunni að gjöfin inniheldur vörur að verðmæti um 15.000 kr og má þar nefna pela, snuð, góðgerla og barnatannbursta. Eiga gjafirnar að koma að góðum notum fyrir nýbakaða foreldra og börn og eru þær veittar að kostnaðarlausu.
Vöggugjöfina má panta í gegnum netverslun Lyfju og á www.voggugjof.is.