Handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson er af mörgum talinn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann gekk í gegnum ýmislegt á ferlinum. Sigfús ræddi við Bjarna Helgason um ferilinn, lífið eftir handboltann og möguleika íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti.
Brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr stjórnmálum markar tímamót. Þau Lilja Alfreðsdóttir og Óli Björn Kárason eru bæði fyrrverandi samstarfsmenn Bjarna, hvort á sinn hátt, og ræða afrek hans, mistök og pólitíska arfleifð.
Jóhann Guðbjargarson framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Plaio er gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Þar ræðir hann um rekstur Plaio, nýsköpunarumhverfið hér á landi og fleira.
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Ólafur Darri hefur gert garðinn frægan innanlands sem utan og í þættinum fer hann um víðan völl. Ræðir hann meðal annars um farsælan leikaraferil sinn sem byrjaði í leikhúsum landsins en færðist svo yfir á hvíta tjaldið í Hollywood þar sem hann leikur nú hvert stórhlutverkið á fætur öðru.