Rómantískur hippabær

Fagurbláir fiskibátar prýða höfnina. Virkið má sjá í bakgrunninum.
Fagurbláir fiskibátar prýða höfnina. Virkið má sjá í bakgrunninum. Mynd/AnnaMargrétBjörnsson

Virk­is­borg­in Essouria er æv­in­týra­lega fal­leg og er  á vest­ur­strönd Mar­okkós við Atlants­hafið. Hún er þekkt sem borg vind­anna og vin­sæl meðal brimbretta­fólks. Borg­in er mun ró­legri og af­slappaðri en hin fágaðri Marra­kesh sem er í þriggja tíma akst­urs­fjar­lægð. 

Heima­menn í Essouria (borið fram Esvíra) njóta þess að segja frá því þegar Jimi Hendrix dvaldi í borg­inni á sjö­unda ára­tugn­um. Þar er meira að segja að finna kaffi­hús nefnt eft­ir rokk­goðinu og bæj­ar­bú­ar halda því fram að lagið Cast­les made of sand sé inn­blásið af varðturn­in­um Borj El-Berod. Það var ekki hægt að stíga inn í leigu­bíl eða á kaffi­hús í Essouria án þess að heyra fólk stæra sig af Jimi Hendrix. Sög­um ber þó ekki sam­an um hversu lengi hann dvaldi þar. Eft­ir dá­litla eft­ir­grennsl­an virðist hann aðeins hafa heim­sótt Essouria einu sinni, árið 1969. Andi hippa­ár­anna loðir engu að síður við þenn­an æv­in­týra­lega litla bæ við Atlants­hafið. Essouria var vin­sæll áfangastaður á tím­um and­legr­ar vakn­ing­ar, frjálsra ásta og auðvitað hass­píp­unn­ar. Cat Stevens, Bob Dyl­an, Roll­ing Stones og Frank Zappa voru all­ir gest­ir borg­ar­inn­ar og má sjá pla­köt og mynd­ir af þeim víðsveg­ar um göt­urn­ar.

Kettir eru allstaðar á götum Essouria. Þessi lét fara vel …
Kett­ir eru allstaðar á göt­um Essouria. Þessi lét fara vel um sig í teppa­sölu­búð. mynd/​JónÓlaf­ur­Stef­áns­son

Ég heim­sótti Essouria í lok sum­ars á ferðalagi um Mar­okkó og dvaldi þar í nokkra daga. Mar­okkó er stórt land og það þyrfti helst að fara í marg­ar og lang­ar ferðir þangað til að ná að upp­lifa alla töfra þess. Marra­kesh, borg­in rauða, er æv­in­týra­leg, glæsi­leg og ómiss­andi viðkomu­staður, en hún get­ur jafn­framt verið þreyt­andi sök­um mann­mergðar, áreit­is og mik­ils hita, að minnsta kosti að sumri til.

Essouria, sem er í þriggja tíma öku­fjar­lægð frá Marra­kesh, ein­kenn­ist af blá­um lit frek­ar en hinum rauða og er eins og fersk­ur and­blær. Essouria er þekkt sem vinda­borg­in mikla því það er stöðugur vind­ur í borg­inni, stund­um of mik­ill, segja heima­menn. En und­ir lok ág­úst­mánaðar í þurr­um hita Norður-Afr­íku var vindgust­ur­inn kær­kom­inn og hita­stigið í Essouria þægi­legt og ávallt um tíu gráðum sval­ara en í Marra­kesh.

Fatasalinn Abib bauð okkur upp á myntute.
Fata­sal­inn Abib bauð okk­ur upp á myntu­te. mynd/​Anna­M­aria­Bjorns­son

Eins og að fara inn í tíma­vél

Þegar gengið er inn um virk­is­hlið Essouria inn í hið svo­kallaða med­ina (en það er orð yfir gamla miðbæ­inn í mar­okkósk­um borg­um) er eins og maður fari inn í tíma­vél. Göt­urn­ar eru svo þröng­ar að bíl­ar kom­ast ekki þangað inn fyr­ir, sölu­bás­ar eru alls staðar sem augað eyg­ir, og það er ys og þys og fólk úti um allt og sæt­ur ilm­ur af kryddi bland­ast sjáv­ar­ang­an. Máv­ar svífa um yfir virk­inu og klett­un­um þar sem kraft­mikl­ar öld­urn­ar brotna. Til að auka á þenn­an æv­in­týra­lega blæ glym­ur svo bænakallið úr mosk­un­um fimm sinn­um á dag yfir borg­ina, líkt og í öðrum borg­um þessa lands.

Úlfaldaferð frá berbaþorpinu Diabat niður á strönd við sólarlag.
Úlfalda­ferð frá berbaþorp­inu Dia­bat niður á strönd við sól­ar­lag. mynd/​anna­m­aria­bjorns­son

Essouria er um­kringd virk­is­múr­um. Nafn borg­ar­inn­ar þýðir „litla virkið“ á ar­ab­ísku og fög­ur er hún sem mál­verk. Blá og hvít hús­in, höfn­in og fag­ur­blá­ir fiski­bát­arn­ir, hafið og sand­lit­ir virk­is­múr­arn­ir og hlíðin, „Babs“ eins og þau eru kölluð, skreytt með ýms­um tákn­um úr múslima­trú og gyðinga­trú en það er stórt gyðinga­hverfi í borg­inni. Frá norður­hliðinu, Bab Doukka­la, geng­ur maður inn á aðal­torgið Place Moulay Hass­an og þaðan fikr­ar maður sig inn í völ­und­ar­hús af göt­um inni í med­ina. Það er þó ekki eins erfitt að rata og maður held­ur í fyrstu, en ég myndi þó vara ferðalanga við að þröngu göt­urn­ar breyt­ast ört í út­liti eft­ir að sölu­menn taka niður bás­ana á kvöld­in og því gott að leggja smá­atriði á minnið svo maður rati ör­ugg­lega heim! Hér eru kett­ir jafn­marg­ir og fólkið, fal­leg­ir, græ­neygðir og eyrna­stór­ir hreiðra þeir um sig á götu­horn­um, á húsþökum, í búðum, veit­inga­hús­um og sér­stak­lega á fisk­markaðnum við höfn­ina.

Virk­is­múr­arn­ir teiknaðir af frönsk­um arki­tekt á 18. öld

Forn­leif­ar hafa sýnt að borg­in hef­ur verið byggð allt frá stein­öld og á fyrstu öld fyr­ir krist lét ber­bakon­ung­ur­inn Juba ann­ar setja upp lita­verk­smiðju sem fram­leiddi fjólu­bláa liti úr skelj­um. Portú­gal­ar byggðu hér Moga­dor-virkið á sextándu öld og Frakk­ar reyndu að nema hér land á þeirri sautjándu. Það var hins veg­ar á átjándu öld sem virkið í sinni nú­ver­andi mynd var reist, en það var mar­okkóski kon­ung­ur­inn Múhameð þriðji sem sá sér færi á að byggja hafn­ar­borg ná­lægt Marra­kesh, sem yrði ómögu­legt að ráðast inn í vegna staðsetn­ing­ar henn­ar. Hann fékk fransk­an arki­tekt til verks­ins, Théodore Cornut, sem er sami maður og hannaði virkið í franska bæn­um St. Malot en það má sjá mik­inn svip með um­gjörð þess­ara borga þótt lofts­lag og and­rúms­loft sé gjör­ólíkt.

Maður með fálkann sinn við höfnina í Essouria.
Maður með fálk­ann sinn við höfn­ina í Essouria. mynd/​JonOlaf­ur

Miðbær Essouria kann að vera eins og æv­in­týri úr Þúsund og einni nótt en þar er samt að finna fjölda frá­bærra gisti­heim­ila eða „riads“ og skemmti­lega veit­ingastaði, bæði nú­tíma­lega og hefðbundna. Göngu­ferð um virk­is­vegg­ina er heill­andi og einnig er gam­an að skoða höfn­ina og fá sér grillað sjáv­ar­meti á litl­um bás­um þar í há­deg­inu. Bæj­ar­bú­ar eru ein­stak­lega vina­leg­ir og al­menni­leg­ir og vilja allt fyr­ir mann gera, sér­stak­lega ef maður reyn­ir að tala frönsku. En sum­ir vilja líka selja manni fullt af varn­ingi. Ef eng­inn áhugi er á slíku er best að brosa bara og vera kurt­eis en ákveðinn og segja nei takk. Al­mennt mæta ferðamenn hér mik­illi vin­semd og alúð.

Heima­menn ganga oft­ast í mjög hefðbundn­um föt­um og kon­ur með slæðu en það er litið af­slöppuðum aug­um á ferðamenn og ekki tvisvar á konu í su­mar­kjól eða stutt­bux­um. Þó er gott að vera með sjal við hönd­ina þegar vind­ur­inn byrj­ar að blása, bæði vegna sandagna í loft­inu og vegna þess að það get­ur kólnað ansi snögg­lega á kvöld­in.

Sörfar­ar á strönd­inni og geit­ur uppi í trjám

Meðal þess sem er gam­an að festa kaup á inni í med­ina eru skart­grip­ir úr silfri, teppi, leðurfatnaður og skótau og grip­ir úr ilm­andi Thuya-við. Einnig er hægt að kaupa sér arg­an-olíu en það eru arg­an-skóg­ar allt í kring­um borg­ina. Arg­an-olí­an er í há­veg­um höfð í Mar­okkó og er bæði notuð til elda­mennsku og á húð og hár. Á leiðinni milli Marra­kesh og Essouria má sjá furðulega sjón þegar geit­ur klifra upp í tré rétt við þjóðveg­inn til að gæða sér á arg­an-hnet­um, sem er víst þeirra upp­á­halds­mat­ur.

Essouria er fræg brimbretta­borg og brimbret­takapp­ar flykkj­ast þangað á sumr­in. Strönd­in við borg­ina er fal­leg og full­kom­in til sólbaða en get­ur verið vinda­söm og öld­urn­ar stór­ar fyr­ir venju­leg­ar sund­ferðir. Aðrar strand­ir í ná­grenni við borg­ina eru Dia­bat og í smá­bæn­um Sidi Kaoki (í hálf­tíma fjar­lægð) en báðar eru mjög vin­sæl­ar til brimbrettaiðkun­ar. Þar er einnig að finna skemmti­lega veit­ingastaði og kaffi­hús við sjó­inn. San­döld­urn­ar við sjó­inn í Essouria og Dia­bat eru líka full­komn­ar fyr­ir ferð á hest- eða úlf­alda­baki, sér­stak­lega í lok dags þegar sól­in er að setj­ast og kast­ar bleikri birtu á fag­urt og tært hafið við þessa töfr­andi sanda Norður-Afr­íku.

Krydd, ólífur, súrsaðar sítrónur og arganolía til sölu.
Krydd, ólíf­ur, súrsaðar sítr­ón­ur og arganol­ía til sölu. mynd/​amb

ÚT AÐ BORÐA

Taros (Place Moulay al Hass­an) er líf­leg­ur og skemmti­leg­ur bar og veit­ingastaður á nokkr­um
hæðum. Hann er op­inn all­an dag­inn en er full­kom­inn um sól­set­urs­bil til að njóta kokkteila
eða ís­kalds bjórs. Oft spila hljóm­sveit­ir eða plötu­snúðar á kvöld­in.

Göturnar í miðborg Essouria eru litríkar og þröngar.
Göt­urn­ar í miðborg Essouria eru lit­rík­ar og þröng­ar. mynd/​amb

La Table by Madada (7 rue Youss­ef El Fassi) er einn glæsi­leg­asti veit­ingastaður­inn í Essouria og er sótt­ur af hipp og kúl Mar­okkó­bú­um. Inn­rétt­ing­arn­ar eru fagr­ar og fágaðar og staður­inn líf­leg­ur og oft­ast troðfull­ur þannig að það er best að bóka borð fyr­ir­fram. Mat­seðill­inn er stút­full­ur af hinu frá­bæra sjáv­ar­fangi sem Essouria er þekkt fyr­ir og bland­ar mar­okkósk­um og miðjarðar­hafs­hefðum sam­an.

GIST­ING

Dar Maya er dá­sam­leg­ur leyn­istaður inni í gyðinga­hverfiu í Med­ina. Á bak við litla hurð ámilli sölu­bása geng­ur maður inn á hljóðlátt og fágað riad (hefðbundið mar­okkóskt gistheim­ili) sem býður upp á fimm svít­ur með baðher­bergj­um, setu­stof­ur og úti­svæði á þak­inu þar sem er hægt að njóta morg­un­mat­ar og drykkja með stór­feng­legu út­sýni yfir þökin á

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert