Þotu breytt í hótel

Svítan í flugvélinni er staðsett í flugstjórnarklefanum.
Svítan í flugvélinni er staðsett í flugstjórnarklefanum. Mbl.is/jumbostay

Flugáhugafólk og ferðalangar sem eru á leiðinni til Svíþjóðar geta nú valið um nokkuð áhugaverða gistingu sem ekki hefur verið víða í boði áður. Á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi stendur 450 sæta 747-212 Boeing-þota sem upprunalega var hönnuð fyrir Singapore Airlines árið 1976. Þotunni hefur verið breytt í hótel og geta gestir valið um að gista í flugstjórnarklefanum eða í einu af 33 herbergjum sem í boði eru.

Tilvalið að fá sér eins og einn kaffibolla í þessu …
Tilvalið að fá sér eins og einn kaffibolla í þessu ljómandi fína umhverfi. mbl.is/jumbostay

Að sögn eiganda Jumbo Stay, Oscars Diös, var hann að leita eftir viðskiptatækifæri í hótelgeiranum þegar hann heyrði af þotunni. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um, lét slag standa og umbreytti vélinni í hótel. „Það vantaði fleiri lággjaldahótel á flugvellinum og því kjörið tækifæri að bjóða upp á þessa einstöku upplifun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka