Hótelin hafa þann kost að hægt er að upplifa umhverfið og útsýni óhindrað en á sama tíma sést allt sem á sér stað inni í kúlunni. Það eitt og sér ætti ekki að vera næg ástæða til að fæla gesti frá því upplifunin er víst algerlega mögnuð. Kúluhótelin spretta upp eins og gorkúlur um víða heim og meira segja er eitt slíkt að finna á Íslandi.
Kúluhótelið er sérstaklega hannað og ætlað elskendum sem vilja njóta þess að liggja örlítið lengur á ströndinni og njóta þess að sjá sólina setjast og stjörnubjartan himininn taka við.
Fyrir þá sem sækjast eftir frið og ró og að vera í algjöru einrúmi ættu að skoða þetta hótel því einungis er hægt að komast á eyjuna, þar sem hótelið er staðsett, með bát. Á eyjunni er þó 18 holu golfvöllur og þjónusta allan sólarhringinn, það þarf því enginn að örvænta.
Algjör draumur fyrir þá sem vilja fylgjast með norðurljósunum alla nóttina og fá frið í íslenskri náttúru. Fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér þá eru kúlurnar að sjálfsögðu upphitaðar, þetta er því ekki alveg eins og að sofa undir berum himni.
Þetta hótel er ólikt þeim ofantöldu að því leyti að áherslan er lögð á fjölskyldur og stærri hópa. Hótelið býður upp á jógatíma, vínsmökkun og ýmiskonar skoðunarferðir.