Brussel í boði Stellu

Stella Vestmann býr í Brussel og býður ferðalöngum upp á …
Stella Vestmann býr í Brussel og býður ferðalöngum upp á leiðsögn um borgina. Ljósmynd/aðsend

„Ég bý rétt hjá þeim stað þar sem Na­po­leon tapaði gegn hinum breska Well­ingt­on her­toga, sem steik­in vin­sæla dreg­ur nafn sitt af,“ seg­ir Stella Vest­mann sem hef­ur búið und­an­farið eitt og hálft ár í Belg­íu. „Þetta er þó í þriðja sinn sem ég bý í Belg­íu. Sem barn var ég í eitt ár í Brug­ge, en hún er ein fal­leg­asta borg í heimi og eng­inn ætti að láta hana fram hjá sér fara. Nokkr­um árum síðar var ég aft­ur kom­in til lands­ins en þá til Brus­sel og bjó þar í þrjú ár. Árin eft­ir að ég flutti heim til Íslands var ég með ann­an fót­inn í borg­inni því fjöl­skyld­an mín bjó þar áfram. Nú er ég kom­in hingað í þriðja sinn á æv­inni og með mína eig­in fjöl­skyldu. Ég virðist hrein­lega ekki geta slitið mig frá landi súkkulaðis, bjórs og franskra kart­aflna.“

Í Brussel er að finna ósköpin öll af dásamlega góðum …
Í Brus­sel er að finna ósköp­in öll af dá­sam­lega góðum mat. Ljós­mynd/​Aðsend

Stella seg­ist oft­ast ferðast inn í miðbæ­inn á bíl, skilji hann eft­ir á góðum stað og not­ist við neðanj­arðarlest eða raf­magns­hlaupa­hjól sem séu úti um alla borg. „Hjól­in er hægt að leigja með smá­for­riti í sím­an­um. Ég mæli með að nýta sér þau, þetta er ódýrt, ein­falt, ég er fljót á milli staða og maður sér mun meira af borg­inni en með neðanj­arðarlest­inni. Neðanj­arðarlest­in er ann­ar heim­ur, sem er á sinn eig­in hátt skemmti­lega at­hygl­is­verður.“

Hver er eft­ir­lætisveit­ingastaður­inn þinn?

„Fjöl­breytni og gæði veit­ingastaða í Brus­sel kem­ur mér sí­fellt á óvart og það leyn­ast dá­sam­leg­ar perl­ur út um allt. Ég vil helst ekki fara oft­ar en einu sinni á sama stað til að geta prófað sem mest. Sá staður sem mér finnst best­ur er Humm­us X Horten­se og er rétt hjá Flagey-torg­inu. Í fyrstu get­ur um­hverfið í kring­um veit­ingastaðinn virkað ögn skugga­legt en þetta er frá­bært svæði og eng­in ástæða til að sleppa því að fara inn. Þeir sér­hæfa sig í græn­met­is­rétt­um og bjóða ekki upp á kjö­trétti. Sjálf er ég ekki græn­met­isæta og elska gott kjöt, en það fer svo sann­ar­lega eng­in svik­inn þaðan út. Þetta eru 4-6 rétta máltíðir og með hverj­um rétti fær maður vín eða kokteil sem búið er að para við rétt­inn. Gæðin eru ein­fald­lega frá­bær.“

Borgin er afskaplega fögur og hefur margt fram að færa.
Borg­in er af­skap­lega fög­ur og hef­ur margt fram að færa. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert er eft­ir­læt­issafnið í borg­inni?

„Nýja Water­loo-safnið er virik­lega vel út­fært og skemmti­legt að gera sér ferð þangað til að sjá þenn­an sögu­fræga stað. Fyr­ir krakka og fjöl­skyld­ur er ekk­ert sem topp­ar Technopol­is-safnið sem virkj­ar krakka í leik og þekk­ingu á sviði raun­vís­inda (já og full­orðna sem hafa eng­an skiln­ing á efn­inu eins og mig sjálfa). Önnur skemmti­leg söfn eru Hljóðfæra­safnið og Mag­ritte-safnið, en súr­realist­inn Mag­ritte er einn af fræg­ustu belg­ísku list­mál­ur­un­um.“

Hvert er eft­ir­lætiskaffi­húsið?

„Eins og með veit­ingastaðina þá reyni ég að prófa ný kaffi­hús ef ég mögu­lega kem því við. Þó er eitt sem ég hef mikið dá­læti á og sest alltaf þar inn áður en ég tek á móti hóp­um í göngu­ferðir. Kaffi­húsið heit­ir Falstaff og er staðsett við hliðina á gömlu kaup­höll­inni. Inn­rétt­ing­arn­ar eru í art nou­veau-stíl og skapa dá­sam­lega nota­lega stemn­ingu. Mér var einu sinni sagt að Hall­dór Lax­ness hefði verið tíður gest­ur á þess­um stað þegar hann var í Brus­sel, en mér hef­ur þó ekki tek­ist að fá það staðfest.“

Mikið er af fallegum byggingum í borginni.
Mikið er af fal­leg­um bygg­ing­um í borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig lít­ur drauma­dag­ur út í borg­inni?

„Ég myndi byrja á antik­markaðnum á Jue de Balle í Mar­ol­les-hverf­inu sem er einn sá vin­sæl­asti í Evr­ópu og á sér dá­sam­lega fal­lega sögu. Ég er ein­mitt að vinna núna nýja leiðsögu­ferð um það svæði. Eft­ir markaðinn er kom­inn tími á há­deg­is­verð á Peck 47, fá mér egg bene­dikt og góðan safa með. Seinni part­ur­inn færi í að skoða safn, viðburð eða eitt­hvað sem ég hef ekki skoðað áður. Það er sama hvað ég er dug­leg það bæt­ist bara á „lang­ar að sjá og gera“-list­ann minn. Um kvöldið færi ég út að borða með góðum vin­um til dæm­is á eþíópíska staðinn Tou­koul en þar er oft lif­andi jazz um helg­ar. Ef við fær­um ekki þaðan á enn einn viðburðinn, ég þreyt­ist ein­fald­lega ekki á því, þá fær­um við á Saint-Géry-torgið í góðan drykk og skemmti­legt spjall í nota­leg­heit­um.“

Hvað er ómiss­andi að sjá?

„All­ir sem hingað koma þurfa að sjá þekkt­ustu kenni­leit­in eins og Grand Place, Menn­eken Pis, Galleries Roya­les o.fl., en í göngu­ferðunum með mér eru allri þess­ir staðir heim­sótt­ir og fólk fær góða inn­sýn í land og þjóð á stutt­um tíma. Ég bendi svo á ýmsa litla króka og kima fyr­ir fólk sem það get­ur kannað nán­ar eft­ir ferðina með mér. Borg­in er jafn­framt svo miklu meira en bara gamli kjarn­inn, saga og menn­ing hvert sem farið er.“

Mikið er af áhugaverðum söfnum í borgunum sem enginn má …
Mikið er af áhuga­verðum söfn­um í borg­un­um sem eng­inn má láta fram hjá sér fara. Ljós­mynd/​Aðsend

Er eitt­hvað skemmti­legt að ger­ast í borg­inni á næst­unni?

„Núna í mars er Art Nou­veau- og Art Deco-hátíð en Brus­sel er oft sögð vera höfuðborg Art Nou­veau. Marg­ar bygg­ing­ar frá þess­um tíma­bil­um eru oft­ast nær lokaðar al­menn­ingi en núna gefst fólki tæki­færi á að skoða þær nán­ar, með eða án leiðsögu­manns. Einnig eru tón­list­ar­viðburðir í tengsl­um við hátíðina og tíma­bundn­ar sýn­ing­ar. Í lok mánaðar­ins er Brus­sels Design Mar­ket þar sem er lögð áhersla á hús­gögn frá ár­un­um 1950-1980 og yfir 100 aðilar eru með sýn­ing­ar- og sölu­bása. Þessi markaður er orðinn mjög vin­sæll meðal safn­ara og fólks sem hrífst af hönn­un. Þetta eru stærstu viðburðirn­ir í þess­um mánuði, fyr­ir utan alla aðra tón­leika, dans­sýn­ing­ar og kjöt­kveðju­hátíðir um allt land.“

Þess má geta að Stella býður upp á leiðsögu­ferðir um borg­ina á ís­lensku, sænsku og ensku. Einnig má fylgj­ast með Stellu á In­sta­gram-síðu henn­ar; stell­arwalks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert