Bestu bíómyndirnar um ferðalög

Reese Witherspoon fór með stórleik í bíómyndinni Wild.
Reese Witherspoon fór með stórleik í bíómyndinni Wild. Ljósmynd/Flickr

Ferða- og útivistarvefurinn hefur tekið saman nokkrar bíómyndir sem margir hafa orðið fyrir áhrifum af.

Félagarnir Jack og Morgan voru frábærir í The Bucket List.
Félagarnir Jack og Morgan voru frábærir í The Bucket List. Ljósmynd/Imdb

The Bucket List

Jack Nich og Morgan Freeman fara á kostum í þessari hjartahlýjandi bíómynd. Tveir vinir ákveða að nú sé kominn tími til að lifa lífinu og gera eitthvað sem þá hefur alltaf dreymt um, þar á meðal að ferðast um víða veröld. Þótt þetta sé ekki beint bíómynd um ferðalög þá hristir hún svo sannarlega upp í fólki.

Bill Murray fer á kostum sem fyrr í Lost In …
Bill Murray fer á kostum sem fyrr í Lost In Translation. Ljósmynd/Imdb

Lost In Translation

Frábær mynd sem sýnir okkur kómískar hliðar á því að ferðast til ókunnugs lands. Bill Murray ferðast til Tokyo þar sem hann kynnist ólíkum hliðum borgarinnar og oft og tíðum mjög kómískum. Ef þú hefur ekki nú þegar farið til borgarinnar muntu án efa finna þrána eftir því að ferðast þangað eftir að hafa horft á myndina.

Mjög falleg mynd og tónlistin ekki síðri.
Mjög falleg mynd og tónlistin ekki síðri. Ljósmynd/Imdb

Amelie

Mjög falleg mynd um ævintýri Amelie sem gerast í París. Myndin er hreinlega svo falleg og tónlistin alls ekki síðri. Þetta er mynd fyrir alla sem heillast af Frakklandi og franskri menningu.

In Bruges

Bruges í Belgíu er talin vera ein af fallegri borgum þessa heims. Þetta er kómísk glæpamynd með slatta af ofbeldi en þar sem hún er tekin upp í Bruges þá mætti jafnvel segja að hún væri örlítið rómantísk líka, á einhvern undarlegan máta.

Wild er frábær mynd.
Wild er frábær mynd. Ljósmynd/Imdb

Wild

Sönn saga af ungri konu sem gengur yfir 1.600 kílómetra til að jafna sig á fráfalli móður sinnar. Leikkonan Reese Witherspoon fer á kostum í myndinni og sýnir á sér aðra hlið en við erum vön. 

Out Of Africa er klassík sem enginn má láta fram …
Out Of Africa er klassík sem enginn má láta fram hjá sér fara. Ljósmynd/Imdb

Out Of Africa

Það er varla hægt að ljúka við listann án þess að þessi mynd sé nefnd. Myndin skartar þeim Meryl Streep og Robert Redford, hún er tekin upp í Kenía og vann 7 Óskarsverðlaun. Þetta er ein af þessum klassísku myndum sem hægt er að horfa á aftur og aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert