Amsterdam að hætti Öldu

Alda og Júlía, dóttir hennar, í bátsferð um síkið ásamt …
Alda og Júlía, dóttir hennar, í bátsferð um síkið ásamt Mark, vini þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Hún býr við svokallað canal belti í hverfi sem heitir De 9 Straatjes eða 9 strætunum. „Þetta eru semsagt 9 litlar götur sem eru við síkin þrjú, Herrengracht, Prinsengracht og Keizergraght en ég bý einmitt við þá síðastnefndu. Það er geggjað að geta setið úti á sumrin og já og vorin og haustin, því veðrið þar er betra en á Íslandi og horfa á bátana fara  um síkið.“ Útsýnið skiptir Öldu miklu máli enda er fær hún oft sínar bestu hugmyndir við skrifborðið. „Ég er svo heppin að vinna heima og skrifborðið mitt er við gluggann svo ég er ekki með amalegt vinnurými og útsýni. Hollendingar fara mikið á báta og margir eiga sína litlu báta sem þeir sigla um síkin með vinum eða fjölskyldu og njóta dagsins. Við förum einmitt stundum með vinum með smá vín og osta í semi piknikk og njótum dagsins að sigla um þegar veðrið er gott. 9 strætin eins og þau eru kölluð er lítið hverfi sem er með litlar búðir með hönnunarvöru, second hand búðum, antík og yndislegum kaffihúsum og veitingarstöðum. Alveg tilvalið að eyða deginum þar.“

Blue, nýtur sín vel í Amsterdam.
Blue, nýtur sín vel í Amsterdam. Ljósmynd/Aðsend

Alda fer flestra sinna leiða á tveimur jafnfljótum eða á hjóli og segir yndislegt að þurfa ekki að fara í bíl og vera í umferðinni líkt og hér heima á Íslandi. „Maður labbar bara um í rólegheitum og nýtur þess að brosa og fá orkuna frá fólkinu og trjánum í umhverfinu. Ef ég fer á hjólinu er það ekki alveg eins afslappað. Hollendingar hafa flestir verið á hjóli frá því þeir labba og þetta virkar allt eins og gott klukkuverk. Svo ég þarf að hafa mig alla við að hika ekki og valda óhappi.  Hjólin hafa allan rétt svo bílar og fólk þurfa alltaf að víkja fyrir hjólunum. Fannst líka alveg ótrúlegt fyrst eftir að ég flutti að engin notar hjálm og börn eru ekki með hjálma á hjólunum. En þetta virkar og ekki mikið um hjólaslys.“

Hver er eftirlætis veitingastaðurinn þinn í borginni?

„Ég á nokkra eftir hvað tilefnið er. Casa di David er ítalskur veitingarstaður sem er rétt hjá okkur og við fjölskyldan elskum að fara á í pizzu eða pasta. Geggjaður matur og starfsmenninirnir alltaf hressir, gætir lent í því ef þeir eru í stuði að þeir bresti í söng. Þetta er vinsæll staður og því betra að panta borð. Café George er svona fimmtudagur-laugardag staður. Skemmtilegt fólk og stemminng þar með góðum mat og ekki svo dýrum. Svipaður þeim stað er Morgan and Mees þar er góður matur og kokteilar en þjónustan ekki eins frábær. Síðan er frábær staður í Westerpark sem heitir Mossel & Gin, þar er gott úrval af kræklingarréttum,ostrum og rækjum. Þar er líka að finna frábært úrval af gin og tónik blöndum.“ 

Amsterdam er heillandi borg.
Amsterdam er heillandi borg. Ljósmynd/Aðsend

Hvert er eftirlætissafnið þitt í Amsterdam?

„Huis Marseille museum en það er ljósmyndasafn með æðislegu ljósmyndabókasafni og garði sem er gott að vera í á sumrin.  Ég fer stundum þangað á sumrin þegar gott er veðrið með fartölvuna og vinn. Það eru ekki margir sem vita af þessum garði svo það er mjög rólegt. Við erum ekki með garð við íbúðina okkar því við erum með glugga sem snúa að síkinu en húsin eru flest við þessar götur byggðar þannig að þú ert annað hvort með garð eða síki. Ég hef ekki enn farið í Rijksmuseum en það er alltaf á planinu. Stedelijk, nýlistasafnið,  er oft með góðar sýningar og svo er Museumplein yndislegur staður til slaka á í sólinni eftir að hafa skoðað list í nokkra klukkutíma.“ 

Áttu þér eftirlætis kaffihús?

„Heima, þar er besta kaffið.  Ef ég fer út á kaffihús þá væri það líklegast á Koffiespot á Elandsgracht 53 sem er rétt hjá okkur og tilvalið að versla í matinn á leiðinni heim. Cottoncake í De Pijp´s hverfinu er með gott kaffi og gott organic meðlæti. Síðan er Café de Pels local barinn okkar sem er pínu svona eins og Mokka kaffi. Fólkið í hverfinu á öllum aldri sest niður í kaffi eða drykk að spjalla um heimsmálin, frábær local staður. 

Alda ásamt Júlíu, dóttur sinni, á fallegum degi í borginni.
Alda ásamt Júlíu, dóttur sinni, á fallegum degi í borginni. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig lítur draumadagur út í borginni?

„Fara á ströndina þegar er gott veður.m Zandvoort aan Zee er ekki nema í 40 mínútna lestarferð frá Central Stadion. Annars finnst mér alltaf bara að labba um borgina, það er allstaðar fallegt umhverfi og garðar til að setjast niður og lesa bók eða slaka á. Ég myndis svo enda daginn á bátsferð um síkið með vinum og passa uppá að ná ljósaskiptunum því það er bæði fallegt í björtu og myrkri.“

Alda ásamt Marínu, dóttur sinni, um síðustu jól.
Alda ásamt Marínu, dóttur sinni, um síðustu jól. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er ómissandi að sjá?

„Fara á Bruin cafe sem er klassískur hollenskur bar. Þar er alltaf að finna skemmtilega karaktera sem þú hittir á þessum stöðum og spjalla við yfir einum eða tveimur öl. Festina Lente er einn svoleiðis. Bæði með frábæran mat til að fá sér í hádeginu og skemmtileg stemmning um kvöld og helgar. Svo er gaman að fara á Noordermarkt á laugardögum og kaupa lífrænan mat. Þar er að finna mikið úrval af ostum, grænmeti og öðru beint frá bónda. Hann er líka opin á mánudögum en þá er meira um antikmuni. Síðan er bara tilvalið að slökkva á google maps og týnast og þá endar maður alltaf í smá ævintýri svo bara hægt að kveikja á maps þegar maður er tilbúin að fara heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert