Umhverfisvæn sýn stofnanda Patagonia

Patagonia hentar vel þeim sem stunda alhliða útivist.
Patagonia hentar vel þeim sem stunda alhliða útivist. Mynd/NigelRitches/SnowandRock

Sýn hans endurspeglast í fatnaðinum sem hann hannar og framleiðir sem og nýrri heimildarmynd, Artifishal, sem verður Evrópufrumsýnd í Ingólfsskála í Ölfusi 10. apríl. Heimildarmyndin fjallar um skaðleg áhrif klakstöðva og opins fiskeldis á villta fiskistofna, ár og umhverfi og er augum sérstaklega beint að laxeldi við strendur Íslands, Nor­egs, Skot­lands og Írlands. Með þessari mynd vilja aðstandendur hvetja almenning til að skrifa undir áskorun til ríkisstjórna um að banna laxeldi í opnum kvíum. Útivistarmerkið fór nýlega í sölu í útivistarversluninni Fjallakofanum. Merkið er fyrir þá sem stunda ahliða útivist en hefur einnig sérhæft sig í veiði-, klifur- og fjallgöngufatnaði.

Heppinn vinningshafi fær eina herra og eina dömu Patagonia Down …
Heppinn vinningshafi fær eina herra og eina dömu Patagonia Down Sweater-dúnúlpu. Skjáskot/Fjallakofinn

Í tilefni þess að Patagonia er mætt með látum í Fjallakofann ætlar verslunin í samstarfi við Ferða- og útivistarvefinn að gleðja tvo heppna vinningshafa sem fá að gjöf eina Patagonia-dömuúlpu og eina herraúlpu sömu tegundar. Það eina sem þú þarft að gera er að líka við og tagga þinn besta vin eða maka á Facebook-síðu Ferða- og útivistarvefjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert