Banna skoðunarferðir um rauða hverfið

Blátt bann verður lagt við skipulögðum skoðunarferðum um rauða hverfið …
Blátt bann verður lagt við skipulögðum skoðunarferðum um rauða hverfið í Amsterdam. Ljósmynd/Pixabay

Hún á sér þó ýmsar skuggahliðar sem birtast í eiturlyfjaneyslu og vændiskaupum. Rauða hverfið svokallaða er þekkt svæði fyrir hvort tveggja og vinsælt að skoða hjá ferðamönnum, þar má til að mynda skoða vændisfólk í búðargluggum eins og hverja aðra vöru.

Vændisfólk er ekki sýningargripir fyrir ferðamenn.
Vændisfólk er ekki sýningargripir fyrir ferðamenn. Ljósmynd/Flickr

Borgaryfirvöld í Amsterdam undirbúa nú blátt bann við skipulögðum skoðunarferðum um hverfið til að sporna við ágangi ferðamanna auk þess sem yfirvöld líta svo á að vændisfólk sé ekki sýningargripir fyrir ferðamenn. Bannið tók að hluta til gildi núna í apríl en þá var sett bann við skoðunarferðum eftir klukkan sjö á kvöldin. Frá og með 1. janúar 2020 verður bannað með öllu að vera með skipulagðar skoðunarferðir um svæðið og mega leiðsögumenn sem gerast sekir um að brjóta lögin eiga von á háum sektum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert