Með Caravaggio í Rómaborg

Þrjú stór málverk ertir Caravaggio eru í hinni litlu Contarelli-kapellu …
Þrjú stór málverk ertir Caravaggio eru í hinni litlu Contarelli-kapellu í San Luigi dei Francesi-kirkjunni og fjalla öll um Matteus. Mbl.is/Einar Falur

Þar ber urmull rústa vitni um valda­tíma Róm­verja og aðrar um upp­gang kristn­inn­ar og kaþólsk­unn­ar með hundruðum merki­legra kirkna og Vatíkan­inu; þá eru minj­ar um blóma­skeið end­ur­reisn­ar­inn­ar, um barokktíma­bilið og aðrar sem segja sög­ur af risi og falli fas­ism­ans á síðustu öld. Gest­ir í borg­inni njóta dá­semda ít­alskr­ar mat­ar­gerðarlist­ar og millj­ón­ir manna sækja heim merk­ustu söfn­in ár hvert, misáhuga­sam­ir, en þar eru þó fjöl­marg­ir grip­ir og verk sem full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða vand­lega, enda oft um að ræða ein­stak­ar ger­sem­ar í menn­ing­ar­sögu mann­kyns­ins alls.

Madonnan í Sant´Agostino er frá Loreto (1604). María mey er …
Madonn­an í Sant´Agost­ino er frá Lor­eto (1604). María mey er þar sýnd sem alþýðukona. Mbl.is/​Ein­ar Falur

Fyr­ir áhuga­fólk um list­ir þá eru meist­ara­verk Michelang­e­los í Sixtus­arkap­ell­unni þekkt­ustu verk­in sem hægt er að sjá í Róma­borg. Af öll­um undr­um Róm­ar togaði þó ekk­ert jafn sterkt í und­ir­ritaðan í fyrstu ferðinni til borg­ar­inn­ar og sú staðreynd að þar má sjá í hinum ýmsu kirkj­um, söfn­um og stofn­un­um 23 mál­verk eft­ir Cara­vaggio, einn mesta og mik­il­væg­asta lista­mann loka­skeiðs end­ur­reisn­ar­inn­ar og upp­hafs barokks­ins, og í raun gerv­allr­ar lista­sög­unn­ar. Og það er með ólík­ind­um hvað þessi verk eru mörg, ef litið er til þess að í dag eru aðeins til rúm­lega sex­tíu viður­kennd lista­verk meist­ar­ans frá tveggja ára­tuga ferli. Í Róm má því sjá rúm­an þriðjung þeirra, sum þar sem þeim var komið fyr­ir af mál­ar­an­um sjálf­um í byrj­un sautjándu ald­ar, og kapp­sam­ir list­unn­end­ur geta náð að sjá þau öll á ein­um degi, þótt ráðlegra sé að taka tvo eða þrjá daga í leiðang­ur­inn. En það er leiðang­ur sem óhætt er að mæla með, því þótt Cara­vaggio hafi verið vafa­sam­ur karakt­er, eins og ít­ar­lega hef­ur verið fjallað um í ýms­um verk­um, eru bestu mynd­verk hans svo und­ur­sam­leg og áhrifa­rík að þau geta haft mann­bæt­andi áhrif og breytt sýn fólks á list­ina, lífið og sög­una.

Sá besti í borg­inni

Mynd­list­armaður­inn Michelang­elo Mer­isi (1571-1610) kenndi sig við fæðing­ar­bæ sinn, Cara­vaggio á Norður-Ítal­íu. Hann hlaut þjálf­un á sviði mynd­list­ar­inn­ar í Mílanó en flúði árið 1592 til Róm­ar eft­ir deil­ur og átök, og það var ekki í síðasta sinn sem hann lenti í útistöðum. Róm var ann­ars rétti staður­inn fyr­ir metnaðarfull­an lista­mann, miðstöð kristn­inn­ar og von á vel borguðum op­in­ber­um verk­efn­um við skreyt­ingu kirkna og hefðar­setra. Og Cara­vaggio vakti strax at­hygli og fékk stuðning auðugra safn­ara sem hrif­ust af ein­stök­um frá­sagn­ar­stíln­um sem listamaður­inn ungi þróaði, agaður og ein­beitt­ur.

Á vinstri hliðarvegg Carasi-kapellunnar í Santa Maria del Popolo-kirkjunni má …
Á vinstri hliðar­vegg Carasi-kap­ell­unn­ar í Santa Maria del Popolo-kirkj­unni má sjá heil­ag­an Pét­ur kross­fest­an í verki Cara­vaggi­os frá 1601. Mbl.is/​Ein­ar Falur

Verk Cara­vaggi­os vöktu ekki síður at­hygli annarra lista­manna enda kom hann með merka nýj­ung inn í mynd­gerðina, svo­kallað chi­aroscuro þar sem drama­tísk lýs­ing fell­ur á fyr­ir­sæt­ur og mynd­efni úr einni átt, að ofan, og dreg­ur á kontr­ast­mik­inn og drama­tísk­an hátt aðal­atriðin út úr ann­ars dimm­um mynd­flet­in­um. Og nýj­ung­arn­ar voru fleiri, sem vöktu at­hygli og ögruðu, meðal ann­ars hvernig Cara­vaggio notaði óbreytt alþýðufólk sem fyr­ir­sæt­ur helgra manna – jafn­vel sat vænd­is­kona fyr­ir sem María mey, og hann sýndi skít­uga fæt­ur fólks­ins og sorg­ar­rend­ur und­ir nögl­um. Þetta raun­sæi var nýtt og merki­legt og beitt á ein­stak­an hátt í ver­ald­leg­um sem trú­ar­leg­um mynd­um. Enn eitt sem var ein­stakt við verklagið er að hann gerði aldrei teikn­ing­ar eða skiss­ur held­ur vann ætíð beint á strigann.

Cara­vaggio var ódæll og ögr­andi og komst nokkr­um sinn­um í kast við lög­in fyr­ir átök og árás­ir á fólk; í nokk­ur skipti sat hann inni og þurftu vel­gjörðar­menn hans að koma til bjarg­ar. Illt um­talið og hrár raun­veru­leik­inn í verk­un­um urðu lík­lega þess vald­andi að Cara­vaggio fékk ekki verk­efni hjá páf­an­um eða í rík­ustu kirkj­un­um, þótt koll­eg­ar velkt­ust ekki í vafa um, þegar kom fram und­ir 1600, að hann væri snjall­asti mál­ar­inn í Róm. Hann fékk þó verk­efni við að skapa nokk­ur verk í minn­ing­arkap­ell­ur í kirkj­um og þar eru flest þeirra enn og vekja undr­un og hrifn­ingu, þótt öðrum trú­ar­verk­um, eins og af Maríu mey lát­inni, hafi verið hafnað sem alt­ar­is­töfl­um – þess stór­kost­lega verks njóta gest­ir í Louvre í Par­ís.

Cara­vaggio var á flótta síðustu fimm ár æv­inn­ar, eft­ir að hafa drepið mann í bar­daga árið 1605, en lést 38 ára á leið aft­ur til Róm­ar að taka við fyr­ir­gefn­ingu úr hendi páfans. En hægt er að njóta 23 merkra verka hans á ýms­um stöðum í miðborg Róm­ar; und­ur­sam­legt er að ganga fram á þau í kirkj­um, sjá sum í lista­söfn­um eða á fyrr­ver­andi heim­il­um auðmanna sem keyptu verk­in – eða koma í einn sal með hvorki meira né minna en sex í safn­inu Galler­ia Borg­hese. Þar verður maður orðlaus.

Tvö af þremur málverkum eftir Caravaggio sem sýnd eru í …
Tvö af þrem­ur mál­verk­um eft­ir Cara­vaggio sem sýnd eru í Palazzo Barber­ini, einni bygg­inga Galler­ia Nazi­onale d´Arte Antica. Þau eru hið blóðuga Júdit sker höfuðið af Hólofer­nesi (1598) og Nars­iss­us (1599) mbl.is/​Ein­ar Falur

Átti eitt verk eft­ir af 23

Í fyrstu ferðinni til Róm­ar leiddi und­ir­ritaður fjöl­skyld­una milli nær allra þess­ara áhrifa­miklu verka Cara­vaggi­os, úr einni kirkju í aðra, einu safni í annað. Meðvitað sá ég 22 verk í þeirri ferð en skildi eitt eft­ir – til að eiga aft­ur er­indi til borg­ar­inn­ar. Eft­ir var ein af nokkr­um mynd­um sem Cara­vaggio málaði af Jó­hann­esi skír­ara. Og nú þegar þessi skrif birt­ast er ég aft­ur kom­inn til Róm­ar og hvað skyldi hafa verið mitt fyrsta verk? Jú, að sjá síðasta verkið, það sem ég átti eft­ir, í safn­inu Palazzo Cors­ini. Og svo mun ég heim­sækja öll hin aft­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert