Lifandi staðir heilla

Halli ásamt Þorbjörgu Dögg, eiginkonu sinni.
Halli ásamt Þorbjörgu Dögg, eiginkonu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurður að því eftir hverju hann leiti helst í fari veitingastaði segist hann leggja töluverðan tíma í rannsóknarvinnu áður en lagt er af stað í ferðalagið. „Stór hluti af minni vinnu er að skoða nýja og flotta staði, og eins eldri sem hafa verið í rekstri lengi, og þá hvað gerir þá vinsæla.  Ég reyni að blanda þessu saman og upplifa eitthvað nýtt í hvert skipti. Eins finnst mér geggjað að fara á einfalda staði í hádegi sem eru kannski að útbúa netta samloku, fiskrétti eða bara súpu, það þarf nú ekki að vera merkilegt en gott þarf það að vera.“

Inngangurinn á Hotel Costes í París er heillandi.
Inngangurinn á Hotel Costes í París er heillandi. Ljósmynd/HotelCostes

Halli segist ekki endilega vera hrifinn af dýrum stöðum heldur velji frekar að hafa mikið líf í kringum sig. „Ég er hrifin af veitingastöðum þar sem staðurinn breytist í meiri cocktailstað  þegar líður á kvöldið. Það virðist vera trend úti að fara þá leiðina, halda fólki inni á staðnum og moka mat og drykk í liðið. Ég er líka mjög hrifinn af forréttum og smáréttum og get blandað því saman í eina góða máltíð.“

Mikil eftirvænting er eftir því í hönnunarheiminum að hótelið Casa …
Mikil eftirvænting er eftir því í hönnunarheiminum að hótelið Casa Cook opni á Ibiza í sumar. Ljósmynd/Casa Cook

Þegar Halli er spurður um það hvaða veitingastaðir eru í eftirlæti hjá honum segir hann úr mörgu að velja en nefnir þó nokkra sem hafa verið ofarlega á listanum hjá honum hingað til. „Fiskebaren í Kaupmannahöfn er geggjaður staður, Boca Grande & Boca Chica í Barcelona, frekar cool staður þar á ferðinni. Í París finnst mér Daroco frekar afslappaður veitingastaður sem er einnig með Danico cocktailbar.  Í Mílano fór ég nýlega á frábæran pizzastað sem heitir Dry og er á Via Solferino, meiriháttar lúkk, flottir cockteilar og einfaldur matseðill. Hérna heima er ég mikill Snaps-maður, þar er einmitt þessi blanda sem ég nefni hér að ofan, fólk bæði í mat og drykk og allir frekar afslappaðir.“

Lífleg hótel í eftirlæti

Þegar kemur að hótelum segir Halli að það sé sama með þau eins og veitingastaðina, hann reyni að finna lífleg hótel sem séu með útlitið á hreinu. „Hoxton hótelin, sem er að finna í London, Amsterdam og París, eru skemmtileg hótel á góðu verði. Þar er alltaf mikið líf og fjör. Mama Shelter hótelkeðjan er líka skemmtileg og þá er hótelið þeirra í París sérstaklega skemmtilegt en þar er að finna mikið líf, góðan mat og „cool crowd“.  Í Dublin er það svo Dean hótelið, Barcelona er það The Omm hótelið en þar lenti ég í live Kareoke, sælla minninga, konan mín er enn að hlæja að því.“

Stílhreint og fágað. The Omm hótelið í Barcelona.
Stílhreint og fágað. The Omm hótelið í Barcelona. Ljósmynd/The Omm

Þó Halli hafi víða ferðast er alltaf eitthvað sem hann á eftir að skoða og smakka á. „Mig langar að fara til San Torini, ég þarf að finna eitthvað geggjað rómantískt hótel þar. Svo langar mig að gista á Hotel Costes í París, ef það er eitthvað sem kallast „cool“ þá er það það hótel. Ég er líka hrifin af San Fransisco og hef verið það lengi, fullt af flottu þar.Svo eru það Casa Cook hótelin sem eru alveg geggjuð. Planið er að skoða nýja hótelið sem opnar á Ibiza núna í sumar. “

Frjálsar hendur í hönnun

Halli hefur komið að hönnun og vinnu við allmörg hótel á Íslandi og má þar meðal annars nefna KEA hótelið á Akureyri, Íslandshótelin, Alda hótel, Óðinsvé og Blábjörg í Borgarfirði Eystri.

Barinn á Hótel Kea á Akureyri er sérstaklega flottur.
Barinn á Hótel Kea á Akureyri er sérstaklega flottur. Ljósmynd/Kea Hótel

Hann er með fágaðan stíl sem á sama tíma er laus við allan íburð og tilgerð. En hvernig veitingastað eða hótel myndi Halli hann ef hann fengi algerlega frjálsar hendur? „Ég vil hafa hlutina eðlilega og horfi oft á notagildi fram yfir annað. Hótelið mitt væri með einfaldri látlausri móttöku, þar sem viðskiptavinurinn jafnvel sest í sófa með móttökufólki, góður og aðgengilegur bar þar sem eru róleg svæði inn um hávaðasamari, þannig þú getur valið um þína tegund af setu. Herbergin væru þematengd þannig að á sama hótelið gætir þú fengið látlaust hostel herbergi og alveg upp í 5 stjörnu svítur. Ég myndi vilja blanda þessu saman þannig að útkoman yrði við allra hæfi,“ segir hann og bætir við að það skemmtilega við að vinna sem hönnuður sé að verða fyrir innblæstri alla daga í sínu starfi. „Maður sér eitthvað í nærumhverfi sínu sem fær mann til að hugsa, setur þetta á góðan stað aftast í heilabúinu og svo poppar þetta upp þegar maður þarf á hugmyndunum að halda.“





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert