Brettin hafa notið gríðarlegra vinsælda erlendis og hafa nú hafið innreið sína á íslenskan markað og fengið frábærar viðtökur. Að sögn Bjarka Þorlákssonar, framkvæmdarstjóra Adventure Vikings, sem standa fyrir námskeiðum á brettunum, upplifir fólk náttúruna og viðkomustaði með nýrri sýn og á allt annan hátt en fólk gerir á landi. „Ísland hefur þann stórkostlega eiginlega að nánast allstaðar er gríðarlega flott náttúra og því tilvalið að stunda íþróttina hér á landi. Stundum getur þó verið mikið rok en þá er hægt að notað sértilhönnuð vindbretti með segli sem hentar vel í þannig aðstæðum.“
Fyrirtækið Adventure vikings stendur fyrir námskeiðum á SUP, Stand up paddle board, sem hafa notið mikilla vinsælda en þar er farið yfir undirstöðuatriði og öryggismál sem hafa þarf á hreinu áður en lengra er haldið.
„Þegar allir eru tilbúnir að prófa fer kennarinn með hópnum útá vatnið og hjálpar við þau atriði sem fólk er í vanda með. Þegar allir eru komnir með hlutina á hreint förum við lengra út á vatnið eða tökum hring í kringum vatnið til að leyfa fólki að fá betri tilfinningu fyrir búnaðinum. Við tökum svo pásu og leyfum fólki að fá sér smá nesti og safna orku áður en það er frjáls tími fyrir til að leika sér og æfa tæknina út á vatninu,“ segir Bjarki.
Á námskeiðunum er allt sem til þarf til að prófa sig áfram en vilji fólk ganga skrefinu lengra og kaupa sér sinn eigin búnað mælir Bjarki með þurrgalla og skóm til að byrja með. „Svo þarf að versla sér ár og bretti en pumpa fylgir brettinu ásamt tösku fyrir búnaðinn. Þess má til gamans geta að allur þessi búnaður passar í þessa einu tösku sem kæmist síðan fyrir í skottinu á Yaris svo að það fer ekkert fyrir þessum búnaði.“
Frekari upplysingar og skráning má finna Hér