Heillandi hótel í Marrakech

Hótelið er staðsett í aldargömlu húsi í miðri Marrakech.
Hótelið er staðsett í aldargömlu húsi í miðri Marrakech. Ljósmynd/El Fenn

Þar er hægt að halda á fjöll, sitja í sandinum eða skoða spennandi svæði í borginni Marrakech. Marrokóskur stíll er einstaklega fallegur og nýtur sín vel á El Fenn hótelinu sem staðsett er rétt við miðbæ Marrakech, Djemaa el Fna torginu.

Öll herbergin eru ólík en jafnframt heillandi.
Öll herbergin eru ólík en jafnframt heillandi. Ljósmynd/El Fenn

Þó hótelið sé í miðjum skarkalanum er þar samt að finna ró og frið og mætti líkja því við vin í eyðimörkinni. El Fenn er gætt þeim kostum að vera eitt af fáum riads, gistiheimilum með garði, sem býr yfir þeim kosti að hafa sundlaug.

Á hótelinu eru tvær sundlaugar sem er afar sjaldgæft í …
Á hótelinu eru tvær sundlaugar sem er afar sjaldgæft í borginni. Ljósmynd/El Fenn

Ekkert þeirra 28 herbergja á þessu einstaka hóteli eru eins en öll eru þau hönnuð með þægindi og fagurt útlit í huga. Á kvöldin er svo upplagt að sitja uppi á þaki og njóta útsýnisins og alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða.

Önnur sundlaugin er á þaki byggingarinnar en þaðan má einnig …
Önnur sundlaugin er á þaki byggingarinnar en þaðan má einnig njóta útsýnisins. Ljósmynd/El Fenn

Heimsferðir bjóða upp á flug til Marokkó í haust. Nánari upplýsingar má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert