Samrýnd fjölskylda í þríþraut

Fjölskyldan kemur saman í mark.
Fjölskyldan kemur saman í mark. Ljósmynd/Aðsend

Þau eiga þrjár dætur sem þau hafa verið dugleg að kynna fyrir íþróttinni. „Þær tóku þátt í sinni fyrstu þríþraut fyrir fjórum árum síðan en það fjölskyldu-liðakeppni í Njarðvik. Eftir þetta kepptum við í nokkrum fjölskylduþrautum þar sem hver fjölskyldumeðlimur tekur eina grein,“ segir Stefanie. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að skipuleggja sjálf þríþrautarkeppni fyrir börn, það sem börn geta fengið að kynnast íþróttinni og keppt sjálf í öllum greinunum.

Krakkarnir standa sig vel í þríþrautinni.
Krakkarnir standa sig vel í þríþrautinni. Ljósmynd/Aðsend

Krakkaþríþrautin var svo haldin í fyrsta skiptið í fyrra og gekk hún vonum framar en 65 börn mættu til keppni og höfðu gaman af. „Vegalengdir eru stuttar því þetta á fyrst og fremst að vera gaman. Við settum 5 ára aldurstakmark vegna þess að börnin þurfa að vera óhrædd í vatninu og geta kannski tekið nokkur sundtök sjálf. Við notum samt grunnu laugina fyrir börn alveg upp í 9 ára til að gefa öllum börnum tækifæri til að vera með, hvort sem þau eru synd eða ekki. Sama gildir um hjólreiðahlutann en börnin þurfa að vera orðin nokkuð sjálfstæð á hjólunum. Við erum samt alveg að leyfa hjálpardekk eða sparkhjól fyrir þau yngstu.“ Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í keppninni með börnunum sínum og mega hjóla eða hlaupa með þeim yngstu treysti þau sér ekki til að vera ein. „Við erum samt með fjölda starfsmanna í þrautinni svo að börnin geti tekið þátt án aðkomu foreldranna,“ segir Stefanie.

Mikilvægast að mæta með hjálm

Aðspurð hvernig sé best fyrir börnin að undirbúa sig fyrir keppni segir Stefanie að það sé gott að æfa sig að fara í föt í blautum sundfatnaði þar sem það er líklegt að það verði mesta áskorunin. „Við erum svo að stefna á kynningartíma fyrir börn fyrir Þríþraut þann 18. Maí kl 15 í Ásvallalaug en þar munum við kynna sportið fyrir börnunum sem og fara í gegnum brautina fyrir keppnina.“

Fjölskyldan er samrýmd og hleypur saman.
Fjölskyldan er samrýmd og hleypur saman. Ljósmynd/Aðsend

Í keppninni sjálfri þurfa svo börnin að hafa með sér sundföt, handklæði, hjól, hlaupaskó, auka föt og síðan en ekki síst hjálm því enginn fær að keppa án hans. Keppnin er opin öllum krökkum á aldrinum 5-15 ára og verður haldin við Ásvallalaug í Hafnarfirði og byrjar klukkan 12. Allir krakkar sem taka þátt fá verðlaunapening, kókómjólk, stuttermabol sem merktur er þrautinni og poka með óvæntum glaðningi. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á Facebook síðu Krakkaþríþrautar Klóa 2019




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert