Grasrótarverkefnið varð að einum besta áfangastað í Evrópu

Fegurðin á svæðinu er virkilega falleg.
Fegurðin á svæðinu er virkilega falleg. Mynd/Markaðsstofa Norðurlands

Í umfjöllun Lonely Planet segir meðal annars að á leiðinni sé að finna allt það besta sem Íslandi hafi að bjóða, en um fáfarnari slóðir. „Frá söguslóðum til miðstöðva hvalaskoðunar, þá býður hvert lítið þorp og bær upp á innsýn inn í lífið á toppi veraldarinnar,“ segir meðal annars í umfjölluninni. Með þróun Norðurstrandarleiðar, verður til aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem vilja halda sig utan alfaraleiðar og gera það með því að fara meðfram strandlengju Norðurlands. Samtals er leiðin um 900 kílómetra löng, með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norðurheimskautsbauginn.“

Hofsós á fallegum vetrardegi.
Hofsós á fallegum vetrardegi. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur framkvæmdarstjóra Markaðsstofu Norðurlands er þessi viðurkenning frá Lonely Planet mikill gæðastimpill fyrir þessa fyrstu ferðamannaleið á Íslandi en hún verður formlega opnuð 8.júní.„Þau hjá Lonely Planet hafa fylgst með þróunarferlinu og séð þarna nýtt og spennandi tækifæri opnast í íslenskri ferðaþjónustu. Lonely Planet ferðamiðillinn hefur gríðarlega mikil áhrif á ferðahegðun og því má gera ráð fyrir að þessari viðurkenning fylgi mikil athygli erlendis frá og höfum við þegar orðið vör við hana. Norðurstrandarleið er okkar tæki til að koma þessi svæði á framfæri á öflugan hátt og vinnum við það mjög þétt með ferðaþjónustufyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu en á leiðinni sem er 900 km löng eru 18 sveitarfélög og 21 bæir og þorp.“

Grettislaug í Skagafirði.
Grettislaug í Skagafirði. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Verkefnið sem nú er að verða að veruleika er grasrótarverkefni þar sem endaleg hugmynd var þróuð upp úr verkefnum nokkurra aðila sem tóku það góða skref að standa saman að öflugri þróun. „Á Norðurstrandarleið er hægt að njóta slökunar og einstakrar upplifunar, tengjast náttúrunni, sögunni og mannlífinu í friðsælum sjávarþorpum. Þegar leiðin verður opnuð formlega verða viðburðir um allt Norðurland tengdir Norðurstrandarleið. Sem dæmi má nefna verður gönguferð út í Hraunhafnartanga, nyrsta tanga landsins, í Hrísey verður strandhreinsun og grill, á Grenivík verður vígður nýr áningarstaður „þar sem vegurinn endar“. Á Skagaströnd verður gengið á Spákonufell með leiðsögumanni og farið í fjöruferð með líffræðingi. Textílmiðstöðin á Blönduósi opnar sýningu á ruslavörðum sem búnar eru til úr ruslinu sem safnað verður í öllum fjörum Norðurlands vestra,“ segir Arnheiður sem er að vonum ánægð með árangurinn og athyglina sem svæðið er nú að fá á alþjóðavísu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert