Ferðavefurinn rýndi í þær upplifanir sem virðast vera þær vinsælustu samkvæmt stjörnugjöf og ummælum.
Reiðtúr og hádegismatur með bóndanum
Í Mosfellsbæ býr Hörður hestabóndi sem býður upp á morgunkaffi, reiðtúr og léttan hádegismat úr hráefni sem flest er framleitt í næsta nágrenni. Meira en 160 manns gáfu þessari upplifun fimm stjörnur.
Dagsferð um Reykavík og Bláa lónið
Jarðfræðingurinn Helga Bára elskar að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim hvað höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Að lokinni skoðunarferð um Reykjavík er slakað á í Bláa lóninu.
Smakkað á því besta í borginni
Susi er upprunalega frá Perú en hefur búið á Íslandi í tæp 15 ár. Hún býður ferðamönnum upp á þriggja klukkustunda matarferð um borgina þar sem smakkað er á kjötsúpu, hákarli, pylsum, hval og skyri, hvað er hægt að biðja um meira?
Æsispennandi yfirborðsköfun
Köfun í Silfru er sívinsæl og ekki að undra því það er ekki hvar sem er í heiminum sem hægt er að kafa á milli tveggja heimsálfa. Upplifunin er sögð einstök en á sama tíma ísköld.