Vinsælustu upplifanirnar á Íslandi

Hestabóndinn Hörður er með vinsælustu upplifunina á bókunarsíðunni Airbnb.
Hestabóndinn Hörður er með vinsælustu upplifunina á bókunarsíðunni Airbnb. Ljósmynd/Annelise

Ferðavefurinn rýndi í þær upplifanir sem virðast vera þær vinsælustu samkvæmt stjörnugjöf og ummælum.

Reiðtúr og hádegismatur með bóndanum

Í Mosfellsbæ býr Hörður hestabóndi sem býður upp á morgunkaffi, reiðtúr og léttan hádegismat úr hráefni sem flest er framleitt í næsta nágrenni. Meira en 160 manns gáfu þessari upplifun fimm stjörnur.

Erlendir ferðamenn hafa lengi vel verið hrifnir af íslenska hestinum.
Erlendir ferðamenn hafa lengi vel verið hrifnir af íslenska hestinum. Ljósmynd/Annelise

Dagsferð um Reykavík og Bláa lónið

Jarðfræðingurinn Helga Bára elskar að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim hvað höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Að lokinni skoðunarferð um Reykjavík er slakað á í Bláa lóninu.

Falleg fjölskyldustund í Bláa lóninu.
Falleg fjölskyldustund í Bláa lóninu. Ljósmynd/Jaclyn

Smakkað á því besta í borginni

Susi er upprunalega frá Perú en hefur búið á Íslandi í tæp 15 ár. Hún býður ferðamönnum upp á þriggja klukkustunda matarferð um borgina þar sem smakkað er á kjötsúpu, hákarli, pylsum, hval og skyri, hvað er hægt að biðja um meira?

Bæjarins bestu pylsurnar eru sívinsælar hjá ferðamönnum sem og heimafólki.
Bæjarins bestu pylsurnar eru sívinsælar hjá ferðamönnum sem og heimafólki. Ljósmynd/Andrew

Æsispennandi yfirborðsköfun

Köfun í Silfru er sívinsæl og ekki að undra því það er ekki hvar sem er í heiminum sem hægt er að kafa á milli tveggja heimsálfa. Upplifunin er sögð einstök en á sama tíma ísköld.

Vatnið í Silfru er með því tærasta sem gerist.
Vatnið í Silfru er með því tærasta sem gerist. Ljósmynd/verdes


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka