Ekki hlaða símann á flugvöllum

Það er ekki mælt með því að hlaða símann í …
Það er ekki mælt með því að hlaða símann í gegnum USB snúrur á opinberum stöðum. Ljósmynd/Colourbox

Þú leggst á koddann og sefur eins og engill, allt gengur að óskum þar til þú áttar þig á því á flugvellinum að síminn er við það að verða rafmagnslaus. Notalega stundin sem þú sást fyrir þér í flugvélinni er horfin eins og dögg fyrir sólu. Þú tekur gleði þína á ný þegar þú sérð glitta í USB-hleðsluinnstungu og flugferðinni er borgið, eða hvað?

Samkvæmt upplýsingum frá X-Force Threat Intelligence hjá öryggisdeild IBM getur verið varasamt að hlaða símann á opinberum stöðum og þá sérstaklega á flugvöllum. Stafrænir glæpamenn gætu hafa átt við innstunguna og þannig náð viðkvæmum upplýsingum eða komið fyrir spilliforritum í símann þinn  án þinnar vitundar. Eins mikið og USB-snúrur eru nytsamlegar þá má ekki gleyma því að þær eru ekki einungis notaðar til að hlaða síma og snjalltæki heldur einnig til þess að flytja gögn á milli raftækja. Besta ráðið við þessu er að hlaða símann með hefðbundinni innstungu eða vera með þinn eigin hleðslubanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert