Heitasta hótelið við Como-vatn

Klassísk hönnun herbergjanna einkennast af mikilli fágun.
Klassísk hönnun herbergjanna einkennast af mikilli fágun. mbl.is/Vista Palazzo

Ekki dregur það úr vinsældum svæðisins að heimsþekktir einstaklingar á borð við George og Amal Clooney eiga þar heimili og þykir það mikið aðdráttarafl fyrir margan ferðalanginn. Það telst til tíðinda við vatnið þegar nýtt hótel lítur dagsins ljós enda gerist það ekki vikulega líkt og í mörgum stórborgum.

Útsýnið af hótelinu er óviðjafnanlegt.
Útsýnið af hótelinu er óviðjafnanlegt. mbl.is/Vista Palazzo

Í fyrrasumar opnaði  fimm stjörnu lúxushótelið Vista Palazzo við vatnið en það er í eigu fjölskyldu sem hefur verið í hótelbransanum í heila öld. Hótelið sem er í feneyskum stíl er á fjórum hæðum á besta stað við vatnið þar sem útsýnið er með því stórfenglegra sem gerist.

Í boði er að koma að hótelinu á bát eða …
Í boði er að koma að hótelinu á bát eða lenda fyrir framan á sjóflugvél. mbl.is/Vista Palazzo

Að og frá hótelinu er hægt að koma siglandi nú eða ef svo ber undir er hægt að mæta á svæðið á sjóflugvél. Herbergin á hótelinu eru átján talsins og vel hugað að hönnun þeirra með fágun og þægindi í huga.

Kvöldunum er vel varið í góðum félagsskap á útsýnisbarnum á …
Kvöldunum er vel varið í góðum félagsskap á útsýnisbarnum á hótelinu. mbl.is/Vista Palazzo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert