„Ég hef kennt alls konar líkamsrækt í mörg ár og langaði að breyta til, fá alþjóðleg réttindi til að geta kennt erlendis.“ Í kjölfarið bauðst Ástu vinna við jógakennslu í Suður-Frakklandi í sumar sem hún sló svo sannarlega ekki hendinni á móti. „Ég mun vinna á litlu sveitahóteli sem lítur út eins og það sé klippt út úr bíómynd, hrikalega krúttlegt. Ég verð þarna fram á haust en svo veit ég ekkert hvert lífið leiðir mig, vonandi áfram á heilsutengdri braut.“
Ásta ákvað að taka bílinn með sér þar sem hann smellpassar inn í umhverfið í Frakklandi. „Þetta er Fiat 500, pínulítill og krúttlegur. Ég tek Norrænu til Danmerkur og keyri þaðan rúmlega 2.000 kílómetra til Suður-Frakklands. Ég var svo heppin að fá góðan ferðafélaga með mér og við höfum ákveðið að skoða okkur um í leiðinni,“ segir Ásta sem heldur á vit spennandi ævintýra.
Þeir sem vilja fylgjast með ævintýrinu geta fylgt Ástu á Instagram: aastasig.