Vinsælustu hótelin í Kaupmannahöfn

Hótel Sanders í Kaupmannahöfn er sérstaklega hlýlegt og fallegt.
Hótel Sanders í Kaupmannahöfn er sérstaklega hlýlegt og fallegt. Ljósmynd/Hotel Sanders

Ef þú ert á leiðinni til borgarinnar á næstunni og vilt gera vel við þig þá eru þetta vinsælustu og mest spennandi hótelin um þessar mundir.

Nobis

Hótelið er staðsett í fallega uppgerðu húsi frá 1930 sem er frægt fyrir að hýsa konunglega tónlistarskólann á árum áður. Fagurt útsýni prýðir flest herbergi, annaðhvort yfir borgina eða yfir fagran bakgarð hótelsins.

Nimb hotel

Hótelið er frábærlega vel staðsett þar sem flest herbergi á hótelinu snúa að Tívolíinu. Eins og að það eitt sé ekki nógu gott þá státar hótelið einnig af því að vera með einu þaksundlaugina í borginni.

Hotel Hermann K

Fimm stjörnu nútímalegt hótel í iðnaðarstíl. Sérstaklega flott hvernig hönnunin teygir anga sína utan á húsinu líka en það er ekki alltaf sem það fer saman.

Hotel Sanders

Þetta hótel er eins ólíkt Hermann K-hótelinu og hugsast getur þar sem hlýleiki og arineldur ræður ríkjum. Eigandi hótelsins er Alexander Kølpin sem fór frá því að vera ballettdansari að atvinnu yfir í að reka þetta fallega og fágaða hótel.

Hotel´Angleterre

Þetta klassíska hótel hefur verið eitt það vinsælasta í borginn í yfir 250 ár og heldur enn fast í vinsældir sínar. Veitingastaður hótelsins, Balthazar, er einnig með þeim vinsælli í borginni og þess má til gamans geta að hann státar af því að bjóða upp á 160 mismunandi tegundir af kampavíni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert