Svífandi göngustígur

Svífandi göngustígur í Hveradölum.
Svífandi göngustígur í Hveradölum. Ljósmynd/Aðsend

Með mik­illi fjölg­un ferðamanna hér á landi á síðustu árum hef­ur mynd­ast þörf fyr­ir að vernda þá ferðamannastaði sem illa mega við átroðningi. „Við sáum mikla þörf fyr­ir stíga þar sem nátt­úr­an er und­ir miklu álagi og um­hverfið er slíkt að maður vill ekki hrófla við því líkt og ger­ist þegar lagðir eru stíg­ar sem eru til dæm­is mal­bikaðir eða úr timbri,“ seg­ir Birg­ir Þ. Jó­hanns­son arki­tekt sem, ásamt brú­ar­verk­fræðingn­um Laurent Ney, hef­ur hannað svo­kallaða svíf­andi göngu­stíga sem eiga að koma í veg fyr­ir ágang ferðamanna á viðkvæm­um svæðum í nátt­úru Íslands.

Svo­kallaðar jarðvegs­skrúf­ur eru notaðar sem und­ir­stöður fyr­ir ál­plöt­ur sem á þeim liggja og lág­marka þannig snertipunkta veg­ar­ins við jörðina. Birg­ir seg­ir burðargetu platn­anna mikla og geta verið allt að sex metr­ar á milli skrúfna. Stíg­ur­inn er því upp­lyft­ur og hef­ur lág­marks­áhrif á þann jarðveg sem ligg­ur und­ir. „Auðvelt er að breyta stígn­um eða færa hann eft­ir þörf­um og þegar slíkt er gert er jörðin nán­ast ósnert und­ir,“ seg­ir Birg­ir. Hann seg­ir enn­frem­ur að ál­plöt­urn­ar séu mjög end­ing­argóðar, fram­leiðsla þeirra hag­kvæm og þær end­ur­vinn­an­leg­ar.

Stíg­ur­inn nýt­ist vel þegar hann er lagður yfir ójafnt lands­svæði þar sem ál­plöt­urn­ar eru slétt­ar og auðvelt að ganga á þeim. „Stíg­ur­inn býður upp á aðgengi fyr­ir hjóla­stóla að nátt­úruperl­um auk þess sem áloxíð hálku­vörn er bor­in á stíg­inn sem kem­ur í veg fyr­ir hálku. Hann er því ör­ugg­ari en til dæm­is timb­ur­stíg­ur.“

Enn­frem­ur ger­ir hönn­un stígs­ins mönn­um kleift að leggja hann á svæðum þar sem að öðrum kosti væri erfitt eða ekki hægt að ganga. Birg­ir seg­ir til­valið að leggja stíg­inn yfir hraun, mýr­lendi eða við hveri og seg­ir hann ýmis svæði á land­inu henta vel í því skyni.

Frum­gerð stígs­ins var lögð í Hvera­döl­um og þar var hægt að leggja hann í ná­lægð hvers þar sem dæmi voru um að fólk hefði meiðst vegna virkni hans og svæðið því hættu­legt, að sögn Birg­is.

Hægt er að leggja hand­rið við stíg­inn auk þess að lýsa hann upp. Þá geta snjómokst­ur­svél­ar nýst við að hreinsa stíg­inn ef þess þarf. „Stíg­ur­inn fell­ur vel inn í um­hverfið svo inn­gripið sem fylg­ir lagn­ingu hans er lítið út­lits­lega séð,“ seg­ir Birg­ir. Hann seg­ir stíg­inn byggj­ast á hönn­un sem eigi sér eng­an líka.

Fengu styrk til verks­ins

Upp­haf­lega var verk­efni Birg­is og Ney styrkt af Tækniþró­un­ar­sjóði til tveggja ára. Styrk­ur­inn var nýtt­ur til að þróa hönn­un stígs­ins og prófa mis­mun­andi út­gáf­ur hans. Afrakst­ur­inn var 20 metra lang­ur stíg­ur sem lagður var í Hvera­döl­um síðasta sum­ar.

Land­eig­end­ur í Hvera­döl­um voru ánægðir með afrakst­ur­inn og sóttu því um styrk hjá Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi á svæðinu með lagn­ingu svíf­andi stíga. Styrk­ur­inn var veitt­ur í mars síðastliðnum og hljóðar upp á 29,8 millj­ón­ir króna. Styrk­inn er hægt að nýta til að leggja u.þ.b. 100 metra lang­an stíg á svæðinu og hægt að nýta sér­staka eig­in­leika hans til að kom­ast nær hver­un­um en hægt væri með hefðbundn­um stíg­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert