Hugleiðslustund í helli

Aðstandendum The Cave people hefur tekist listilega vel til við …
Aðstandendum The Cave people hefur tekist listilega vel til við endurgerðina. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir tveimur árum var fyrirtækið The Cave People stofnað en að því standa nokkrir aðilar sem höfðu hug á að endurbyggja hellinn í þeirri mynd sem hann var þegar fólk bjó í honum. Í dag er þetta orðinn vinsæll ferðamannastaður enda forvitnilegt að skoða.

Gestir minnast oft á hvað andrúmsloftið sé gott í hellinum.
Gestir minnast oft á hvað andrúmsloftið sé gott í hellinum. Ljósmynd/Aðsend

Smári Stefánsson, einn af aðstandendum fyrirtækisins, segir ástæðuna fyrir því að út í þetta verkefni var farið hafi hreinlega verið sú að þau hafi verið svo heilluð af sögunni og langað til að glæða hana lífi. „Við erum búin að endurgera hellinn í þeirri mynd sem hann var þegar fólkið bjó þarna. Við bjóðum upp á 25 mínútna leiðsagðar ferðir þar sem við sýnum hvernig fólkið bjó og segjum sögu þess. Það hefur gengið mjög vel og fólk sem kemur er almennt mjög ánægt. Hluti af sögunni fjallar um samband hellisbúanna við huldufólk og margir sem hafa komið í hellinn hafa talað um hversu góður andi sé þar. Okkur fannst því upplagt að prófa að bjóða upp á hugleiðslu inni í hellinum.“ Fyrsta hugleiðslustundin verður 19. júní kl. 18:30 en þá mun Vigdís Steinþórsdóttir leiða hugleiðslu. Ef aðsóknin verður góð er vel líklegt að viðburðurinn verði endurtekinn. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu hellisins en þess má geta að einungis 20 sæti eru í boði.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert