Brjálaður björn í breskri sveit

Hótelið lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn.
Hótelið lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Ljósmynd/CrazyBear

Þetta er hótelið Crazy Bear Stadhampton, hugarfóstur frumkvöðulsins og hótelmógúlsins Jason Hunt sem keypti húsið sem hótelið hýsir fyrir rúmum 20 árum og hefur núna byggt upp aðstöðu sem er engri annarri lík.

Móttaka hótelsins er í gömlum breskum strætisvagni.
Móttaka hótelsins er í gömlum breskum strætisvagni. Ljósmynd/Crazy Bear

Húsið sjálft er yfir 500 ára gamalt og var hvert einasta horn gert upp á sínum tíma. Hönnunin á hótelinu er ansi seiðandi og svartur litur ráðandi í herbergjunum með gylltum smáatriðum og bólstruðum veggjum. Í sumum herbergjum er svo gyllt baðkar við rúmstokkinn sem gæti í mörgum tilfellum verið ansi notalegt.  

Herbergi hótelsins eru öll ólík en mörg þeirra eiga það …
Herbergi hótelsins eru öll ólík en mörg þeirra eiga það sameiginlegt að vera með gyllt baðkar úti á miðju gólfi. Ljósmynd/Crazy Bear

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annars vegar breskur og hins vegar tælenskur. Báðir taka þeir einungis 25 manns í sæti og er ansi þétt setið sem gefur staðnum notalega sérstöðu.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Hér má sjá þann breska.
Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Hér má sjá þann breska. Ljósmynd/Crazy Bear

Utan við hótelið tekur svo bresk sveit við eins og best gerist. Í næsta nágrenni er sveitaverslun sem býður upp á heimagert góðgæti á borð við sultur, heimabakaðar kökur og laglegt kjötborð og eins að það sé ekki nægilega heillandi þá er heilan dýragarð að finna fyrir utan verslunina.

Andi liðinna tíma svífur yfir barnum á hótelinu.
Andi liðinna tíma svífur yfir barnum á hótelinu. Ljósmynd/Crazy Bear

Fíngerð svínafjölskylda tekur á móti glaðlyndum gestum sem og skondnar geitur sem sýna listir sínar. Það sem vekur svo kannski mesta athygli og ekki það sem búast má helst við í breskri sveit er huggulegur hópur af lamadýrum sem búin er að hreiðra um sig og unir vel við.

Það skýtur kannski skökku við að sjá geitur á leik …
Það skýtur kannski skökku við að sjá geitur á leik við hótelið en heillandi er það engu að síður. Ljósmynd/Crazy Bear


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert