Einungis fimm sæti eru í boði fyrir gesti en það er víst þess virði að bíða eftir sæti því kaffið ku vera ljómandi gott og meðlætið með. Smæðin ein og sér gerir kaffihúsið áhugavert en það sem er enn áhugaverðara er að í húsinu er líka rekið hótel, ef hótel mætti kalla því einungis eitt herbergi er í boði.
Herbergið er fagurlega hannað með róandi grænu veggfóðri og viðarbitum og tekur aðeins við tveimur gestum, hreinlega út af plássleysi. Gestirnir geta svo rúllað sér niður á kaffihúsið í morgunsárið og fengið sér morgunmat áður en haldið er út í daginn og borgin skoðuð á reiðhjólum sem hótelið lánar gestum.