„Árið 2010 stofnuðum við Hrefna, konan mín, bókunarstofu sem síðan þróaðist fljótt yfir í að við fórum að bjóða upp á sælkeraferðir fyrir ferðamenn. Síðastliðin 6 ár höfum við verið með skýran fókus á ferðirnar okkar fyrir efnameiri ferðamenn og erlend fyrirtæki auk þess sem íslensk fyrirtæki eru í æ meira mæli að bóka sína erlendu gesti og jafnvel Íslendinga í Reykjavik Food & Wine ferðirnar okkar,“ segir Ýmir og bætir við að þau hjónin séu óendanlega þakklátt og stollt yfir því að hafa náð þeim sjaldséða árangri að allir gestir þeirra séu 100% ánægðir með þjónustuna sem fyrirtækið býður upp á.
„Við erum eingöngu með 5 stjörnur á Tripadvisor og við höfum verið að þjónusta mjög kröfuharðan hóp gesta sem eyða pening og gera vel við sig. Okkar gestir eru mest frá USA og svo fáum við líka fyrirtæki erlendis frá sem nýta okkar þjónustu. Það komu fjórar mjög hressar konur og einn karl frá Kaliforníu í okkar tvo vinsælustu túra í maí 2018. Eftir að hafa notið þess að fara með okkur í Gourmet Golden Circle og Reykjavik Food & Wine Tour og skemmt sér konunglega sögðust þau ætla að gera okkur Hrefnu fræg í Hollywood. Við tókum því með jafnaðargeði en viti menn, LA vinir okkar voru varla lentir þegar símtalið kom frá Barböru sem stofnaði California Wine Masters og þá fór boltinn að rúlla mjög hratt.“
Hjónunum var boðið að taka þátt í árlegum hátíðarhöldum á vegum California Wine Masters og tóku þau tilboðinu opnum örmum. Fyrirtækið er með stærstu árlegu matar-, vín-, ferða- og góðgerðarsamkomu í Kaliforníu sem haldin er í Warner Bros kvikmyndaverinu í Hollywood. Í ár vildi svo skemmtilega til að það var verið að halda upp á 30 ára afmæli viðburðarins og því mikil hátíð. Allur ágóðin sem safnaðist á hátíðinni fer í að styrkja rannsóknir á Cystic Fibrosis eða slímseigjusjúkdómnum.“
Að sögn Ýmis er hátíðin vel sótt af áhugafólki um mat, vín og ferðalög. Vínbændur frá nálægum héröðum koma og kynna vörur sínar ásamt mörgum af bestu kokkum Bandaríkjana sem para saman mat með vínunum. „Það eru fleiri hundruð slíkar stöðvar með ótrúlegu góðgæti fyrir þá sem kaupa sig inná viðburðinn. Eins eru nokkur hundruð smærri ferðapakkar í boði sem hægt er að bjóða í og sá sem býður hæst fær þá til dæmis 3 nætur á lúxushóteli á Maldives eyjum svo dæmi sé tekið. Gestir greiða mjög háan aðgangseyri og fá þá að njóta veitinganna og taka þátt í lifandi uppboði á stærstu vinningunum sem er hápunktur samkomunnar. Uppboðið fer fram á risastórum skjá og sviði og kringum 1.500 gestir geta boðið í þessa stóru og dýru ferðapakka.
Fyrirtækið okkar setti saman lúxus pakka fyrir tvo í 8 daga og 7 nætur þar sem allt er innifalið og ekkert til sparað. Samstarfsaðilar okkar gáfu allir sína þjónustu í þarft góðgerðarmálefni og fá einnig á móti gríðarlega kynningu. Pakkinn okkar fékk langmestu athyglina og fór uppboðið þannig að lokum að Magical Iceland pakkinn fór á mestan peninginn sem er auðvitað frábær landkynning.“ Parið sem keypti Íslandspakkann mun koma til landsins í vetur og strax þrjú önnur pör sem vilja slást í för með þeim. „Við erum einnig komin í góð sambönd við alla sem við hittum því flestir ef ekki allir réttu fram nafnspjöldin sín, það er því augljóst að kynningin var alveg svakalega góð fyrir Ísland, fyrirtækið okkar og samstarfsaðila.“