Spennandi dagleiðir frá París

Byggingin og garðurinn í kringum Versali eru sannkallað listaverk.
Byggingin og garðurinn í kringum Versali eru sannkallað listaverk. Ljósmynd/Pixabay

Rétt utan við höfuðborgina eru fleiri heillandi staðir sem hægt er að heimsækja í dagsferðum frá París.

Versalir

Í tilefni þess að það eru 100 ár frá því að skrifað var undir Versalasamninginn, sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina, er upplagt að kíkja við í vistarverum Loðvíks 14, Versalahöll. Höllin var byggð á 17. öld og er hreint ótrúlegt að sjá bæði bygginguna sjálfa sem og garðinn sem umlykur hana. Versalahöll er einungis í 45 mínútna lestarferð frá París.

Mont Saint-Michel


Eyjan sem þorpið stendur á er eins og klippt út úr ævintýramynd. Þetta miðaldarþorp er byggt í kringum klaustur og er afskaplega heillandi að heimsækja. Ferðin tekur tæpar fjórar klukkustundir í heildina frá París og því borgar sig að leggja snemma af stað, en það er svo sannarlega þess virði.

Eyjan er eins og klippt út úr ævintýramynd.
Eyjan er eins og klippt út úr ævintýramynd. Ljósmynd/Pixabay

Champagne

Skál í boðinu. Eins og nafnið gefur til kynna er kampavín framleitt í Champagne-héraðinu í Frakklandi og er vínið þaðan það eina sem má kalla kampavín, allt annað er freyðivín. Ferðin frá París með lest tekur einungis rúmlega tvo tíma.

Skál í boðinu.
Skál í boðinu. Ljósmynd/Flickr


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert