Umhverfið eins og gott slökunarforrit

Í tjöldunum eru uppábúin rúm, hiti og rafmagn.
Í tjöldunum eru uppábúin rúm, hiti og rafmagn. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Við ákváðum að slá til nú í sumar og bjóða upp á lúxustjaldgistingu á Vaði í Þingeyjarsveit í samstarfi við Camp Boutique sem er einnig með lúxustjaldgistingu í Gaulverjarbæjarhreppi. Þessi gistimöguleiki passaði vel inn í þá hugmynd sem við höfðum um að  bjóða gestum okkar að upplifa friðsæld í fallegu umhverfi. Fyrirtækið okkar, Original North, býður einnig upp á gistingu í gömlum nýuppgerðu húsi á staðnum. Ásamt því að bjóða upp á gistingu höfum við í bígerð að bjóða upp á afþreyingarmöguleika eins og hjóla- og gönguferðir, þar sem náttúran býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika,“ segja Sigrún og Birkir.

Sigrún og Birkir segja móttökurnar hafa farið fram úr björtustu …
Sigrún og Birkir segja móttökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Ljósmynd/Úr einkasafni

Hjónin opnuðu dyrnar fyrir gestum og gangandi þann 15. júní og segja þau viðtökur hafa verið framar vonum og það hafi ekki síst komið þeim á óvart hvað íslendingar hafi sýnt þessu mikinn áhuga. Aðspurð hvað sé ólíkt með að gista í venjulegu tjaldi og lúxustjaldgistingu segja þau það síðarnefnda ekki ólíkt því að gista á hóteli. 

„Í tjöldunum eru uppábúin rúm, húsgögn, hiti og rafmagn. Það sem gerir þennan gistimöguleika einstakan er hvað þú ert í miklum tengslum við náttúruna. Þú sofnar við fuglasöng og niðinn í fljótinu. Nokkrir af gestum mínum sem koma frá stórborgum hafa haft að orði að hér hljómi umhverfið eins og gott slökunarforrit.“

Nokkrir af gestum mínum sem koma frá stórborgum hafa haft …
Nokkrir af gestum mínum sem koma frá stórborgum hafa haft að orði að hér hljómi umhverfið eins og gott slökunarforrit. LJósmynd/Úr einkasafni

Sigrún og Birkir segjast afar heppin með staðsetningu því margt sé hægt að gera í umhverfinu. Meðal annars sé hin víðfræga Norðurstrandaleið í næsta nágrenni en hún var nýlega valin á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja að mati Lonely Planet, sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. 

Demantshringurinn er einnig rétt hjá en sú leið liggur í gegnum Húsavík framhjá  Ásbyrgi og Hljóðaklettum, upp að Dettifossi, að Mývatni. Það er því nóg að sjá á þessu svæði enda eru dæmi þess að fólk gisti í viku í tjöldunum hjá okkur til að skoða sig um,“ segir Sigrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert