Um miðjan ágúst mun alþjóðlegi flugvöllurinn í San Francisco (SFO) taka fyrir notkun á drykkjarföngum úr plasti. Ferðalangar sem eiga leið um völlinn þurfa annað hvort að útvega sér glerflöskur eða drykkjarflöskur úr áli því hvernig verður hægt að kaupa plastflöskur né heldur plasthúðuð drykkjarföng. Að sögn stjórnenda flugvallarins telja þau að flugvöllurinn sé sá fyrsti í heiminum sem taki þetta stóra skref og að vonandi verði þeir fyrirmynd sem fleiri fylgja eftir.
Söluaðilar á flugvellinum geta því einungis selt drykki sem koma í glerflöskum, endurunnu áli eða öðru samþykktu efni sem hægt er að endurvinna. Gestir á flugvellinum eru hvattir til að ferðast með sínar eigin vatnsflöskur en víða um völlinn má finna vatnsbrunna sem hægt verður að fylla á flöskurnar. Áður hafði flugvöllurinn bannað plasthnífapör og rör og er bann á plastflöskum liður í að gera flugvöllinn sem umhverfisvænastan.