Þegar allt fer á versta veg á ferðalagi

Það er algjör óþarfi að vera búinn að fletta upp …
Það er algjör óþarfi að vera búinn að fletta upp skurðlæknum á áfangastað samt. mbl.is/Pexels

Maður býst nú alls ekki við því að allt fari úrskeiðis á ferðalagi. Það getur hins vegar alveg gerst að eitthvað fari úrskeiðis og þá er gott að vera viðbúinn því. Það er þó alveg óþarfi að vera búinn að fletta upp besta skurðlækninum í Barcelona ef ske kynni að einhver mölbryti á sér ökklann. Það er samt gáfulegt að hafa varann á.

Áður en þú ferð

Passaðu að síminn virki

Það tekur ekki langan tíma að athuga hvort þú nærð síma- og netsambandi í því landi sem þú ert að fara. Flest símafyrirtæki eru með þessar upplýsingar á reiðum höndum á vefsíðum sínum. 

Keyptu ferðatryggingu

Fæstar ferðatryggingar kosta mikið og margborga sig þegar á hólminn er komið. Reyndu svo að taka kvittun fyrir flestöllu.

Athugaðu með sjúkratryggingakortið

Ef þú ert á leið til landa innan Evrópu er sniðugt að athuga hvort evrópska sjúkratryggingakortið þitt sé í gildi. Ef þú átt ekki svoleiðis er einfalt að sækja um það á sjukra.is. Þar geturðu einnig lesið þér til um réttindi sem fylgja kortinu.

Á ferðalaginu

Athugaðu hvert neyðarlínunúmerið er

Í mörgum ríkjum innan Evrópu er það einfaldlega það sama og hér, 112. Í Bandaríkjunum er það 911 og í Bretlandi 999. Listi Wikipediu yfir neyðarnúmer.

Taktu nafnspjald

Ef þú ert að fara til lands með framandi tungumáli eða stafrófi gæti verið gott að taka strax nafnspjald hótelsins og setja í veskið. Þá geturðu sýnt leigubílstjórum eða öðrum það og komist auðveldlega aftur heim á hótelið. Ef einhver heiðarlegur finnur svo veskið þitt getur hann skilað því á hótelið.

Minnkaðu áhættuna

Þetta er frekar auðvelt skref. Ekki setja veskið þitt eða vegabréfið í vasann. Ef þú nærð auðveldlega í það geta vasaþjófar einnig náð í það auðveldlega. Það margborgar sig líka að vera með vegabréfið alltaf á öruggum stað.

Það er gott að vera búinn að búa sig undir …
Það er gott að vera búinn að búa sig undir minniháttar áföll. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert