Ferðalangar í London geta bráðum heimsótt nýtt safn í borginni en sérstakt píkusafn verður opnað formlega í Camden Market um miðjan nóvember. Safnið Vagina Museum hefur verið til síðan árið 2017 en fær nú loks fastan stað að því fram kemur á vef breska Elle.
Kona að nafni Florence Schechter er konan á bak við píkusafnið. Hugmyndin um píkusafnið kom upp að hluta til vegna almenns misskilnings sem ríkir um kynfæri kvenna en fleira spilaði inn í. Hún segir tilurð reðursafnsins á Íslandi einnig hafa verið hvatningu.
Fyrsta sýning safnsins tekur á mýtum um píkur. Þetta eru til dæmis þættir eins og hreinlæti, útferð og blæðingar.
Það skemmir ekki fyrir að það kostar ekkert inn á þetta skemmtilega og fróðlega safn í London.
View this post on InstagramA post shared by Vagina Museum (@vagina_museum) on Sep 18, 2019 at 8:00am PDT