Misskilin á ferðalagi í Amsterdam

Anna Kendrick fór til Amsterdam í sumar.
Anna Kendrick fór til Amsterdam í sumar. mbl.is/AFP

Grínleikkonan Anna Kendrick var að vinna í Evrópu nýlega og fékk því tækifæri til að ferðast um Evrópu í sumar, þar á meðal Amsterdam. Kendrick er þekkt fyrir kaldhæðnislegan húmor en var þó ekki vel tekið af öllum í Hollandi. Hún lýsti skrautlegu ferðalagi sínu í þætti Seth Myers sem sjálfur bjó eitt sinn í Amsterdam. 

Kendrick sagði ekki bara hversu falleg borgin væri heldur hrósaði hún einnig konum í rauða hverfinu fyrir að vera fallegar. Kendrick fór á siglingu um kanalana og tók upp myndbönd til þess að fanga fegurðina. 

„Ó guð það er svo ljótt hér,“ sagðist Kendrick hafa sagt í gríni. „Hvernig getur fólk farið á fætur á morgnana og horft á þetta.“

Stjarnan sagði að það hefðu ekki allir haft húmor fyrir gríninu. Margir áttuðu sig á því að hún væri að sjálfsögðu að meina hið gagnstæða en það voru þó nokkrir Hollendingar sem urðu móðgaðir. 

„Flestir skildu að ég væri að segja að þetta væri mjög fallegt en það voru þarna nokkrir Hollendingar sem fannst að ég væri mjög dónaleg og ætti að fara aftur heim til mín,“ sagði Kendrick. Nokkrir Hollendingar reyndu þó að verja hana og útskýra kaldhæðni á hollensku. 

Kendrick fór einnig til Sviss og átti erfitt með að finna réttu orðin til þess að lýsa fegurð landslagsins. Sagðist hún helst hafa viljað syngja Söngvaseið allan tímann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert