Lína Birgitta á 5 stjörnu hóteli á Kanarí

Lína Birgitta er komin til Kanarí.
Lína Birgitta er komin til Kanarí. mbl.is

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir lagði leið sína til Kanarí-eyja í gær ásamt Berglindi vinkonu sinni. Það væsir ekki um þær stöllur þar, enda eru þær á 5 stjörnu hótelinu Lopesan Baobab Resort.

Þær vinkonurnar hófu ferðina með glæsibrag og flugu út á fyrsta farrými. Hótelið er í ótrúlega fallegum afrískum stíl með fjölda sundlauga og frábæra afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Það er í grennd við vitann í Maspalomeras. 

Lína og Berglind hafa aðgang að einkasundlaug og er útsýnið úr henni einstaklega fallegt. Ágætislíkamsrækt er staðnum og eru þær að sjálfsögðu búnar að taka æfingu í henni. 

Nóttin á Lopesan Baobab Resort kostar rúmlega 30 þúsund krónur miðað við tvo í herbergi. 

Hótelið er í afrískum stíl.
Hótelið er í afrískum stíl. Ljósmynd/Lopesan Baobab Resort
Ljósmynd/Lopesan Baobab Resort
Ljósmynd/Lopesan Baobab Resort
Lína og Berglind nutu dagsins í einkasundlaug.
Lína og Berglind nutu dagsins í einkasundlaug. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert