Hótel Jakobs og Áslaugar komið með nafn

Jakob Frímann Magnússon er einn af þeim sem koma að …
Jakob Frímann Magnússon er einn af þeim sem koma að nýja hótelinu. mb.is/Eggert Jóhannesson

Hótelið sem Jakob Frímann Magnússon, tón­list­ar- og at­hafnamaður, og Áslaug Magnús­dótt­ir, at­hafna­kona í New York, eru í forsvari fyrir verður hluti af Six Senses-hótelkeðjunni. Fjallað er um hótelið á vef Hospitality Net en þar sem kemur fram að hótelið opnar árið 2022 og mun bera nafnið Six Senses Össurá Valley.

Six Senses-keðjan er þekkt fyrir lúxushótel og heilsulindir sínar þar sem sérstök áhersla er lögð á sjálfbærni og vellíðan.

Six Senses-keðjan rekur einnig Six Senses Spa og verður eina slíka heilsulind að finna á hótelinu. Þar verður að finna allt það helsta sem snýr að hreyfingu og vellíðan. Einnig er áætlað að rækta lífrænt grænmeti á staðnum ásamt því að bjóða upp á kokkanámskeið með kokkum sem hafa áhuga á heilnæmum og árstíðarbundnum mat. Veitingastaður verður einnig á svæðinu sem býður upp á sjávarrétti. 

Í fyrstu munu 70 herbergi ásamt minni kofum standa gestum til boða. Þar er ekki bara lögð áhersla á sjálfbærni í matreiðslu heldur einnig í hönnun hótelsins en eins og áður hefur komið fram er það arkitektinn John Brevard sem hannar hótelið. 

Hótelið gerir að sjálfsögðu ekki bara út á það sem er í boði á hótelinu sjálfu. Á vef Hospitality Net er að sjálfsögðu komið inn á einstaka náttúru Íslands og allar þær erlendu stórmyndir sem hafa verið teknar upp í nágrenni Össurár­dals

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert