Flatey valin besta eyjan

Flatey á Breiðafirði er besta eyjan.
Flatey á Breiðafirði er besta eyjan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flatey á Breiðafirði trónir á toppi lista Big 7 Travel yfir bestu eyjar í heiminum fyrir árið 2020. Topplistinn byggir á mati lesenda, ferðareynslu blaðamanna og fyrri umfjöllun um staðina. 

Í umsögn Big 7 Travel segir „Á töfrandi hátt er eyjan eins og kvikmyndatökuver. Og það er það. margar kvikmyndir gerast á eyjunni, þar ber hæst að nefna Ungfrúin góða og húsið sem byggð er á smásögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Friður eyjarinnar er einstakur - tíminn stendur í stað.“

Flatey skaut mörgum heillandi eyjum ref fyrir rass á listanum, þar á meðal Bora Bora, Bali, Capri-eyjum og Barbados-eyjum. 

Efstu 20 eyjarnar voru:

  1. Flatey, Íslandi
  2. Palawan, Filippseyjum
  3. Espiritu Santo, Vanúatú
  4. Sommarøy, Noregi
  5. Korcula, Króatíu
  6. The Aran Islands, Írlandi
  7. Pemba Island, Sansibar
  8.  Barbados-eyjar
  9. Lummi Island, Washington, Bandaríkjunum
  10. Bora Bora, Franska Pólýnesía
  11. Rawa Island, Malasíu
  12. Azores, Portúgal
  13. Koh Tao, Taílandi
  14. Capri, Ítalíu
  15. Fraser Island, Ástralíu
  16. Bali, Indónesíu
  17. Ibiza, Spáni
  18. Cape Breton Island, Nova Scotia, Kanada
  19. Corsica, Frakklandi
  20. Santorini, Grikklandi
Kirkjan í Flatey.
Kirkjan í Flatey. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Big 7 Travel segir friðinn á eyjunni einstakann.
Big 7 Travel segir friðinn á eyjunni einstakann. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert