Flatey á Breiðafirði trónir á toppi lista Big 7 Travel yfir bestu eyjar í heiminum fyrir árið 2020. Topplistinn byggir á mati lesenda, ferðareynslu blaðamanna og fyrri umfjöllun um staðina.
Í umsögn Big 7 Travel segir „Á töfrandi hátt er eyjan eins og kvikmyndatökuver. Og það er það. margar kvikmyndir gerast á eyjunni, þar ber hæst að nefna Ungfrúin góða og húsið sem byggð er á smásögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Friður eyjarinnar er einstakur - tíminn stendur í stað.“
Flatey skaut mörgum heillandi eyjum ref fyrir rass á listanum, þar á meðal Bora Bora, Bali, Capri-eyjum og Barbados-eyjum.
Efstu 20 eyjarnar voru: