Ekki falla í þessa ferðamannagildru

Það er hagstæðast að borga með gjaldmiðli landsins.
Það er hagstæðast að borga með gjaldmiðli landsins. mbl.is/​Hari

Hafir þú ferðast til útlanda á síðustu misserum og notað kortið til að borga hefur þú kannski tekið eftir því að posinn býður oft upp á að reikna upphæðina yfir í íslenskar krónur.

Hótel, veitingastaðir og verslanir erlendis bjóða oft ferðamönnum upp á að greiða í þeirra eigin gjaldmiðli frekar en gjaldmiðli landsins sé greitt með greiðslukorti. Það getur verið óþarflega dýr gryfja til að falla í því það kostar 3-8% aukalega. 

Yfirleitt þegar maður kaupir eitthvað með greiðslukorti erlendis, er upphæðin send til Visa, Mastercard eða American Express í gjaldmiðli landsins. Kortafyrirtækið umreiknar það svo yfir í krónur á heildsöluverði og sendir það til bankans þíns, við það gæti bæst 0,2% álagning en það fer eftir hvers konar kort þú ert með. 

Í tilraun til að græða meira á ferðamönnum hafa mörg fyrirtæki hannað posana þannig að viðskiptavinurinn hefur valkost um að borga í gjaldmiðli landsins eða í sínum eigin gjaldmiðli. Þetta virðist kannski auðvelda þér kaupin, reikna fyrir þig hvað þú ert að borga mikið, en í rauninni er þetta að bæta 3-8% á verðið. 

Til þess að forðast þetta er langbest að biðja alltaf um að borga með gjaldmiðli landsins og nota heldur smáforrit eða Google til að reikna gengið sjálfur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert