Irina Shayk með áhyggjur af Jökulsárlóni

Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk var á Íslandi í sumar.
Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk var á Íslandi í sumar. AFP

Ofurfyrirsætan Irina Shayk kom til Íslands í sumar til að sitja fyrir í auglýsingu fyrir ítalska tískumerkið Falconeri. Shayk ræddi nýja herferð Falconeri í viðtali við People og kom meðal annars inn á loftlagsmálin og áhrif hlýnun jarðar á Ísland. 

Shayk nefnir ekki sérstaklega Jökulsárlón í viðtalinu en það er nokkuð ljóst að hún er að tala um lónið. Rússneska fyrirsætan birti myndir á Instagram í sumar frá tökunum við Jökulsárlón auk þess sem á myndefni umræddrar herferðar má sjá Jökulsárlón. Í myndatökunni segist hún hafa tekið eftir því að ísjakarnir voru að bráðna. 

Falconeri er mjög upptekið að minna allan heiminn á hlýnun jarðar. Á stöðum eins og á Íslandi, kannski eftir fimm til tíu ár, verða þeir ekki þar lengur þarna,“ segir Shayk og á þar við jökla og ísjaka. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert