World Class-erfingjarnir njóta á Maldíveyjum

Björn Boði Björnsson og Birgitta Líf Björnsdóttir eru á Maldíveyjum.
Björn Boði Björnsson og Birgitta Líf Björnsdóttir eru á Maldíveyjum. mbl.is/Freyja Gylfa

World Class-erfingjarnir Birgitta Líf og Björn Boði Björnsbörn eru nýkomin til Maldíveyja þar sem þau njóta nú fegurðarinnar og deila með fylgjendum sínum á Instagram. Maldíveyjar eru þekktar fyrir að vera vinsæll áfangastaður hjá þeim ríku og frægu. 

Birgitta Líf og Björn Boði gista á Conrad Hotels á Maldíveyjum en hótelkeðjan er þekkt fyrir lúxushótel sín víða um heim. Á hótelinu eru að sjálfsögðu fallegir strákofar sem ná út á sjó. Þessir frægu strákofar eru einkennandi fyrir lúxusgistingar á Maldíveyjum en hótelið er fimm stjörnu hótel.  

Hér má sjá Conrad-hotel á Maldíveyjum.
Hér má sjá Conrad-hotel á Maldíveyjum. ljósmynd/Conrad Hotels

Húsin eru misstór og bjóða upp á mismikinn lúxus. Nóttin á hótelinu er ekki ódýr en auðveldlega er hægt að borga yfir hálfa milljón fyrir nóttina.  

View this post on Instagram

Happy Monday 🐚🌴

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Oct 21, 2019 at 5:14am PDT

View this post on Instagram

Rise and shine... swipe for George😅

A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) on Oct 21, 2019 at 1:48am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert