Hvert er best að fara í borgarferð?

Kraká er besta borgin til að fara í borgarferð til.
Kraká er besta borgin til að fara í borgarferð til. Skjáskot/Instagram

Kraká í Póllandi hefur verið valinn besti áfangastaðurinn í flokki borgarferða í Evrópu þriðja árið í röð samkvæmt Which?

Which? byggir niðurstöður sínar á skoðanakönnun á meðal 4.704 svarenda sem mátu 43 evrópskar borgir út frá veitingastöðum, gististöðum, ferðamannastöðum, verslunum, almenningssamgöngum og fólksfjölda. 

Pólska borgin fékk einkunnina 93 af 100 og lenti þar með í 1. sæti af borgunum 43. Það er meðal annars rakið til þess að verðlag í borginni er lágt, stór bjór kostar um 320 krónur íslenskar og nóttin á hóteli kostar að meðaltali 9.400 krónur.

Spænsku borgirnar Sevilla og Valencia lentu í öðru og þriðja sæti og í fjórða sæti var þýska höfuðborgin Berlín. Amsterdam var í 5. sæti. Það kom á óvart að margar vinsælustu borgir í heimi eins og París og Róm voru heldur neðarlega, París í 30. sæti og Róm í því 27. 

Á botni listans er Alicante og í sætunum fyrir ofan hana eru Mílanó, Brussel og Reykjavík í 40. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert