Ódýrari og fljótlegri leið til Asíu

Asía er ekki svo langt undan. Ekki þarf að fljúga …
Asía er ekki svo langt undan. Ekki þarf að fljúga lengra en til Alicante til að komast í austurlenska paradís. Snæfríður Ingadóttir

Hefur þig alltaf langað til Asíu en finnst flugmiðinn þangað of dýr og ferðalagið helst til langt? Örvæntu ekki, það er til ódýrari og fljótlegri leið til þess að upplifa dásemdir álfunnar - og það án þess að flogið sé út fyrir Evrópu.

Á Asia Gardens er þemað tekið alla leið bæði í …
Á Asia Gardens er þemað tekið alla leið bæði í gróðri, mat og arkitektúr. Snæfríður Ingadóttir

Ef flogið væri með gesti Asia Gardens  blindandi þangað er ólíklegt að þeir myndu átta sig á því að þeir væru staddir á Spáni en ekki í Asíu. Eigendum þessa fimm stjörnu lúxus hótels hefur nefnilega tekist að skapa asíska paradís í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá Benidorm. Þar sem hugsað hefur verið fyrir hverju einasta smáatriði við hönnun hótelsins og umhverfis þess fá gestir þá upplifun að þeir séu í alvöru staddir í Asíu.

Balí? Nei þetta er Spánn!
Balí? Nei þetta er Spánn! Snæfríður Ingadóttir

Sem dæmi má nefna þá er hótelið staðsett í 375.000 fermetra aflokuðum garði þar sem  finna má um 300 plöntutegundir sem voru sérinnfluttar frá Asíu, þar á meðal fjörgömul bonsai-tré, litríkar orkídeur og ilmandi jasmínplöntur. Starfsfólkið er allt klætt í fatnað í anda heimsálfunnar og maturinn sem boðið er upp á á veitingastöðum hótelsins er aðallega asískur eða indverskur í bland við mat frá Miðjarðarhafinu.

Hver sagði að Asía væri svo langt í burtu? Fimm …
Hver sagði að Asía væri svo langt í burtu? Fimm stjörnu asískur lúxus er rétt fyrir utan Benidorm á Asia Gardens hótelinu. Snæfríður Ingadóttir

Hótelgarðinum er skipt upp í mörg mismunandi svæði og geta gestir gengið um hann og notið kyrrðarinnar og gróðursins. Vatnaliljur, framandi pálmar og bananaplöntur setja svo punktinn yfir hinn austurlenska arkitektúr, listaverk, fossa, læki og brýr. Í garðinum eru nokkur svæði þar sem börn eru bönnuð og þar þurfa allir að vera hljóðlátir enda er meginmarkmið hótelsins að gestir fari þaðan endurnærðir á bæði sál og líkama. Boðið er upp á tælenskt nudd og ýmsar heilandi meðferðir bæði frá Kína og Indlandi. Þannig er til að mynda hægt að komast bæði í jóga og thai chi. Að sjálfsögðu kostar sitt að gista á þessu fimm stjörnu lúxushóteli en á móti kemur að flugfarið er ódýrara til Spánar en til Asíu og ferðatíminn mun styttri. 

Nokkrir veitingastaðir eru á Asia Gardens og er maturinn að …
Nokkrir veitingastaðir eru á Asia Gardens og er maturinn að sjálfsögðu í austurlenskum anda. Snæfríður Ingadóttir
Ef flogið væri með gesti blindandi á Asia Gardens þá …
Ef flogið væri með gesti blindandi á Asia Gardens þá er ólíklegt að þeir myndu átta sig á því að þær væru á Spáni en ekki í Asíu. Snæfríður Ingadóttir



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert