Bjóða hús á eina evru á Sikiley

Vilt þú flytja til Sikileyjar?
Vilt þú flytja til Sikileyjar? TripAdvisor

Enn einn bær á Ítalíu reynir nú að laða til sín nýja íbúa með því að bjóða húsnæði á lágu verði. Bærinn Bivona á sunnanverðri Sikiley býður nú hús til sölu á eina evru. 

Bivona býður skattaafslætti fyrir þá sem kaupa hús á ódýru verði og gera þau upp. Nýir kaupendur skuldbinda sig til þess að gera upp húsin innan ákveðins tímaramma. Einnig þarf að greiða tryggingarfé upp á 2.500 evrur sem fæst endurgreitt standi nýir kaupendur við sitt. Þeir sem kjósa svo að flytja í bæinn og búa þar eiga möguleika á skattaafsláttum. 

Bivona hefur munað sinn fífil fegurri en gríðarmargir hafa flutt í burtu á síðustu 40 árum. Í dag búa um 3.800 manns í bænum. 

„Við viljum endurheimta sjarmann sem bærinn bjó yfir á blómaskeiði sínu á endurreisnartímabilinu, þegar yfir 8 þúsund manns bjuggu í bænum og hann blómstraði,“ sagði Angela Cannizzaro, menningarfulltrúi bæjarins, í viðtali við CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert