Ef þú ert að leita að allt öðruvísi afþreyingu í Berlín gæti göngutúr með alpaca-dýri kannski verið málið. Tilboðið er með því frumlegra sem ferðamenn geta fundið upp á að gera í borginni og nágrenni hennar.
Það er vissulega hægt að gera margt sniðugt sem ferðamaður í Berlín en dýravinir sem eru hrifnir af útiveru gætu mögulega haft gaman af því að viðra sig með alpaca-dýri. Í tæplega 100 km fjarlægð frá Berlín er hægt að komast í návígi við þessi dýr og fara með þau í 1,5 klst. göngutúr. Innifalið í göngunni er hressing og upplýsingar um dýrin. Hægt er að bóka sig í upplifunina HÉR.
Alpaca-dýr eru náskyld lamadýrum en minni. Lamadýrin eru oft notuð til burðar en alpaca-dýrin eru aðallega ræktuð vegna ullarinnar. Þau eru upprunin í Andesfjöllum í Suður-Ameríku en finnast víða um heim.
Þeim sem finnst göngutúr með alpaca-dýri í þýskri náttúru helst til frumlegt framtak geta í staðinn bókað sig í gönguferð með hundum eða geitum, en allar þessar upplifanir eru í boði í gegnum gestgjafa Airbnb.