Eva Ruza dvelur á barnvænu hóteli á Tene

Eva Ruza er stödd á Tenerife í samstarfi við Úrval-Útsýn.
Eva Ruza er stödd á Tenerife í samstarfi við Úrval-Útsýn. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic dvelur um þessar mundir á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er á einstaklega barnvænu 4 stjarna hóteli. 

Fjölskyldan hefur dvalið á Tenerife í tæpa viku en þau fengu ferðina í samstarfi við ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn. 

Eva og Sigurður eiginmaður hennar eiga tvíburana Stanko og Marinu sem eru 10 ára. Fjölskyldan dvelur á hótelinu Hovima La Pinta sem stendur við ströndina á Tenerife. Hótelið er svokallað íbúðarhótel og kostar nóttin á hótelinu frá 220 evrum eða um 30 þúsund íslenskum krónum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert