Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir meira skreytt fyrir jólin í Kína en í Bandaríkjunum. Ólafur og eiginkona hans Dorrit Moussaieff eru nýlent í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.
Forsetahjónin fyrrvernandi dvöldu í Peking í Kína í vikunni sem leið og hvert sem þau fóru var mikið skreytt fyrir jólin. Ólafur skrifaði á Twitter að þessi nýupptekna hefð Kínverja komi honum á óvart og veltir því fyrir sér hvort þetta sé það sem koma skal.
Bandaríkjamenn eru að sjálfsögðu þekktir fyrir sínar gríðarmiklu jólaskreytingar en Ólafur segir að Kína toppi Bandaríkin þetta árið.
Are the #Christmas trees bigger and more decorative in #Bejing than #Washington? Arriving at my hotel in #USA after the long flight from #China I have to say: Yes; they are!
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) December 9, 2019
A new geopolitical shift! Compare this American tree to my Twitter pictures of those in Bejing! pic.twitter.com/6owkmtBWzG
Wherever we go in #Bejing the coming of #Christmas is celebrated in grand style. Is this the new #China? pic.twitter.com/tkuTe4vt9J
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) December 5, 2019